11 janúar 2007

Fríið búið

Jæja fríið var stutt og fljótt að líða, en engu að síður vel þegið og kærkomið ;o)

Allavega þá byrjaði ég á fullu í skólanum aftur á mánudaginn síðasta eða eftir að hafa haft frí hálfan fimmtudag (sem fór í svefn), allan föstudaginn, allan laugardaginn og allan sunnudaginn ALGER LÚXUS :o)

Núna erum við að skrifa greinina sem fer til Frakklands næsta sumar og samhliða því vinnum við Per að undirbúningi fyrir vörnina okkar. Við erum að búa til svolítið nýtt út frá simulerings módelinu sem við bjuggum til og vonumst til að geta klárað það í byrjun næstu viku svo við getum farið í lestur og framsagnargerð.

Við fjölskyldan erum búin að kaupa farmiða til Íslands og ætlum í hvorki meira né minna en 11 daga frí (lengsta frí á Íslandi síðan sumarið 2005). Við ætlum að fljúga héðan frá Álaborg rétt fyrir 7 miðvikudagsmorgunin 24. janúar og lendum 25 mínútum seinna í Köben. Svo eyðum við nokkrum tímum í Kaupmannahöfn og finnum okkur eitthvað skemmtilegt að gera, en fljúgum af stað til Íslands klukkan 13:20 ;o) Við fljúgum svo ekki til baka til Kaupmannahafnar fyrr en í eftirmiðdaginn 4. febrúar. Svo það er mikil tilhlökkun hér á bæ. Ætlum að láta okkur líða vel, borða góðan mat (ég vonast til að fá líka að borða og segja skilið við klósettskálina), liggja í leti, flatmaga í pottinum og í sundlaugunum og vera í góðum félagsskap :o)

Gunnar Máni er búinn að tilkynna okkur það að hann ætlar á róló með afa sínum og svo ætlar hann á snjóþotu, afþví við vonumst til að fá snjó og kalt sem smá tilbreytingu frá 10-15 stiga hitanum og rigningunni hérna í Danmörku.

Jæja best að halda lærdómnum áfram, þetta klárast víst ekki af sjálfu sér.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Endilega kíktu við ef þú getur í fríinu til Íslands :)