05 janúar 2007

LOKSINS FRÍ :o)

Jæja, skilaði í gærmorgun og er búin að sofa síðan. Rosalega gott loksins að sofna.

Fór í sónar í síðustu viku og læknirinn skipaði manni bara að fara í frí, eins og það væri bara á allra færi á þessum tíma. En ojæja ég er þá allavega komin í frí núna ;o)
Er búin að léttast um rúm 3 kg á þessari meðgöngu og ég og klósettskálin að verða bestu vinir, enda knúsumst við og kyssumst hvern einasta dag. Var síðan búin að ná mér í samdrætti og harðan maga í síðustu viku og sagði læknirinn að það væri vegna of mikillar þreytu og streitu....hummmmmm hvernig ætli standi nú á því. Var í fríi allan aðfangadag, vann svo heima á jóladag og búin að vera í skólanum hvern einasta dag frá því fyrir 8 á morgana og fram yfir kvöldmat síðan þá (nema á gamlársdag þá kom ég heim um 13:00). Svo í fyrradag mætti ég í skólan rétt fyrir 9 um morguninn og kom svo heim tæpum 25 klukkustundum síðar, eða um 10 í gærmorgun. Þegar ég kom heim þá biðu mín heitar vöfflur og heitt súkkulaði með þeyttum rjóma sem minn ástkæri eiginmaður, yndislegi sonur og hin frábæra fría auper sem allt gerir (tengdó) höfðu gert fyrir mig. Jóhann kom reyndar á móti mér því ég ætlaði ekki að komast upp brekkuna vegna þreytu, svo hann kom og leiddi hjólið fyrir mig og hélt undir öxlina og nánast dróg mig heim :o) Svo þegar ég var búin að borða þetta frábæra morgunkaffi lagðist ég undir sæng og dó. Var vakin um kvöldmat og komst framúr til að gleypa einn bita af íslensku lambakjöti með öllu meðlæti, dó svo aftur og kom fram úr í morgun, heilum sólarhring síðar :o)
En nú er ég líka loksins að verða hress og get vonandi haldið mér á fótunum í dag og um helgina svo ég geti nú notið frísins aðeins líka. Ætla að mæta hress og kát í skólann snemma á mánudagsmorgun ;o)
Anyways, fyrir forvitna og áhugasama þá liggur ritgerðin (268 blaðsíður thankyou) á heimasíðunni http://kom.aau.dk/~unnursg/main.pdf, látið ykkur ekki bregða þó það taki tíma að opna hana, hún er um 10 Mb. Það er eins gott að gangi svo vel í prófinu eftir alla þessa vinnu. Hugsa samt að ég nái ekki sömu einkunn og í fyrra sem var 11 og er sú einkunn sem hæst er gefin, en vonandi fæ ég ekki eitthvað mikið minna samt. Well ég ætla að koma mér notalega fyrir upp í sófa og byrja á annarri af tveimur íslensku bókunum sem ég fékk í jólagjöf ;o)

Gleðileg jól, gleðilegt ár og góða nótt

3 ummæli:

Gudmundur Arni sagði...

Tilhamingju med friid!

Nafnlaus sagði...

Thetta er sko magga sem skrifa sidasta komment, gummsi var ovart loggadur inn,
Kv. Magga

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með að vera loksins búin:)