21 janúar 2007

Djísús, hvað gerðist eiginlega!!!?????



Hvað er í gangi að tapa svona rosalega maður í mikilvægum leik???? Þessir handboltagaurar, ekki veit ég hvað kom fyrir eiginlega en þeir geta nú miklu betur en þeir sýndu í þessum leik á móti Úkraínu. Annars fyrir þá sem hafa áhuga hefur mér áskotnast möguleiki til að horfa á leikinn frítt og án lýsingar, svo hefur maður bara rás2 á www.ruv.is í gangi og hlustar samtímis á íslensku lýsinguna. (Sorrý Lára, en ég var bara að fá þessar upplýsingar í dag)

Allavega það eina sem þarf að gera er að fara hérna inn. Ég valdi svo að hala niður þar sem stendur "Sopcast 1.1.0 All In One for Windows" og svo þarf að installa þessu. Þá loggar maður sig inn og gerði ég það bara sem anonymus svo það er frítt og ekkert vesen með að skrá sig og svona. Þegar þessu er lokið ferðu hérna inn, finnur leikinn sem þú vilt sjá (allir leikirnir sýndir) og velur "play". Þetta opnast þá í windows mediaplayer og þú sest niður, slakar á og nýtur leiksins (með rúv í gangi ef þú vilt íslenska lýsingu) og vonast til að liðið spili betur en á móti Úkraínu :o)

Annars að öðrum málum, þá langar mig til að hrósa konu að nafni Halla Gunnarsdóttir sem ég þekki ekki neitt. En þessi merkiskona er ein þeirra sem bjóða sig fram til formanns KSÍ og þó svo hún hafi ekki verið valin og ekki veit ég hvort hún verði valin, þá hafa að minnsta kosti orðið þær breytingar á málefnum fótbolta á Íslandi að dagpeningagreiðslur til kvennalandsliðsins eru LOKSINS orðnar jafn háar því sem karlalandsliðið fær :o) Með þessu vil ég benda á frábæra grein hjá bloggara að nafni krummi.

Farin að lesa og læra og læra og lesa (BRÁÐUM búið)

Engin ummæli: