22 maí 2006

Haglél og þrumur og eldingar

Ákvað svona að gamni að setja inn myndir af hinum margumtalaða verkefni. Annars er bara fínasta að frétta héðan. Grenjandi rigning og brjálað þrumuveður. Svona ekta útlandarigning, alveg HELLT úr fötu, beint niður (engin rigning á ská eða upp á móti) og þrumulæti og ljósglæringar. Annars var svo skrítið veðrið áðan, ég hef aldrei á ævinni upplifað annað eins. Við vorum að labba til baka úr matsalnum og þá skall á rosalegt haglél. Með þeim allra stærstu höglum sem ég hef nokkurntíman séð. Þau voru á stærð við skopparabolta (ekki djók). Ekkert smá vont að fá þau í sig. Við hlupum náttúrulega eins og brjálæðingar til baka, en ég held að lærin mín séu ansi marin eftir þessa upplifun (höfuðið slapp þar sem það var varið með báðum höndum). Á þessari síðu getið þið séð eldingafjölda hérna í Danmörku í dag klukkan 12 á hádegi.


Simuleringen af kerfinu í PS-CAD forritinu



Þetta er fína fína heimagerða rásin okkar sem við hönnuðum og smíðuðum. DSP er græna prentplatan fjærst.



Hér er uppsetningin sjálf



Uppsetningin okkar úti í Lab. Fjærst er omicron sem gefur út réttar spennur og strauma. Næst er tölvan sem inniheldur forritið er mismunavörnin okkar og hleður því inn á DSP

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta lítur bara rosa vel út og svoldið nördalegt hehehehe. Við erum svo sem þekkt fyrir það í verkfræðinni að vera nördaleg og sérstaklega ef okkur þykir gaman í skólanum ;)

Nafnlaus sagði...

I love your website. It has a lot of great pictures and is very informative.
»

Nafnlaus sagði...

I love your website. It has a lot of great pictures and is very informative.
»