16 maí 2006

Ægilegt að vera nörd.

Já það má sko segja að það getur verið slæmt að vera nörd. Ég verð t.d. að súpa seiðið af því þessa dagana hvað mér þykir alltof gaman í skólanum. Ég er bókstaflega búin að búa í skólanum og algerlega gleymt mér. En í staðin er ég algerlega í essinu mínu og skemmti mér konunglega. Við erum að leggja lokahönd á verkefnið okkar þar sem við ætlum að stefna að því að skila doðrantinum (já hann er farinn að nálgast 250 blaðsíður) föstudaginn 26. maí, í næstu viku. En ég er svo forfallinn háspennufrík að ég er gjörsamlega að fíla þetta í botn. Ég sat t.d. í 12 og hálfan tíma í skólanum á laugardag (var mætt hálfsjö því ég gat ekki sofið útaf spenning yfir einu atriði sem mér tókst að leysa um nóttina) og gleymdi mér gjörsamlega og gleymdi nánast alveg að borða og gjörsamlega að drekka. Sem að sjálfsögðu skilaði sér í nettum höfuðverk á sunnudaginn. En......ég er svo hræðileg að þrátt fyrir höfuðverk og flökurleika gat ég bara alls ekki látið skólabækurnar í friði og lærði frá 7 um morguninn til 4 um daginn. Ég verð að segja að það er ekki til fátt í heiminum sem er eins spennandi og að finna lausnir á skemmtilegu verkefni :o)

Annars var nú frekar leiðinlegt að við finnum ekki vegabréfin okkar og þurftum að fara í dag og sækja um 3 stykki ný vegabréf sem kostaði einungis litlar 1300 DKK...

Og annað leiðinlegt: búið er að færa vörnina okkar, frá 23. júní til 29. júní. Og ég sem er búin að kaupa mér farmiða til Íslands 28. júní. Sj*tt ég ætla að tala við Claus vejleder á morgun og sjá hvað hægt er að gera. Ég á nefnilega líka farmiða til Grænlands 30. júní ;o)

Eins og ákveðin nett íslensk persóna sem eyðir dögunum í Grikklandi myndi orða þetta.....
fu* fu* að þetta skuli hafa fu* komið upp á fu* daginn eftir að ég fu* fer frá Álaborg.

Farin í simúleringu ;o) See ya fu* fu* fólk

Engin ummæli: