20 maí 2006

Skóla skóla skólafólk

Já, enn ein helgin og ég í skólanum. Fyndið nú eru skil í næstu viku og ef ég labba fram á gang þá eru öll grúppuherbergi full af vinnandi fólki :o)

Bara svona að gamni fyrir rafmagnsverkfræðinördana sem ég þekki og lesa þetta blogg, þá er hérna smá resumé af því sem við höfum verið að búa til í vetur, þið verðið samt að afsaka sletturnar þar sem ég þekki ekki mikið af þessum tækniorðum á íslensku, bara ensku og dönsku:

Annars er búið að vera rosa fjör í dag. Kalman estimeringen sem við bjuggum til er farin að virka og allir vita að þegar eitthvað sem maður er búinn að eyða 4 mánuðum í að hanna og búa til frá grunni fer að virka í alvöru, þá er sko gaman. Nú getum við hermt skammhlaup í PS-CAD forritinu sem við erum með, sent það í gegnum matlab til að breyta formattinu, áfram í gegnum Omicron hermitækið sem breytir merkjunum frá tölvunni í mælanlega spennu og straum. Svo tekur mælirásin sem við bjuggum til við, hún er til að mæla straumana sem renna í hverjum fasa. Þessar mælingar eru fæddar inn í DSP sem er forritað með Kalman estimeringunni okkar. Kalman estimeringen virkar sem mismunavörn. Þ.e. hún tekur straumana frá fjarhlið spennisins sem við erum að verja, flytur yfir á nærhliðina með tilliti til fasamunar því þetta er Dyn5 spennir. Svo ber forritið saman þessa fluttu strauma við straumana frá nærhliðinni og ef það er munur, þá tékkar forritið hversu hár straumurinn frá 2. og 5. harmonisku er, ef hann er yfir ákveðnu gildi þá er verið að starta spenninum og ekki um skammhlaup að ræða. Séu harmóníurnar hinsvegar ekki háar þá er athugað hvor skammhlaupið fari yfir ákveðna karakteristik fyrir vörnina. Ef það gerir það er um skammhlaup innan varnarsvæðisins að ræða og kalman estimeringen sendir útleysi merki á rofa. Ef skammhlaupið fer ekki yfir karakteristikina er um extern skammhlaup að ræða og Kalman forritið gerir ekkert :o)

Þetta er semsagt ný aðferð við mismunavörn, því allar þær sem við höfum fundið hingað til notast við Fourier estimeringu í stað kalman. Þetta er líklega vegna þess að Kalman er mun flóknari, hinsvegar update-ar kalman í hverju skrefi en fourier bara fyrir þann glugga (window) sem það er skilgreint fyrir. Þessvegna virkar kalman estimeringin okkar mun hraðar en gamla aðferðin með Fourier. Hægt er að finna margar greinar um línulega og ólínulega kalman estimeringu á netinu, en sú ólínulega er notuð ef notast er við tíðniestimeringu samhliða. Það gerum við ekki því við erum að safna með svo hárri sample-tíðni og þurfum þess því ekki ;o)

Annars er hægt að fylgjast með sífelldri endurnýjun á skýrslunni inni á http://www.ponstud.aau.dk/~s07usg/main.pdf Lokaskýrslan ætti að vera komin þar inn á mánudag eftir rúma viku :D

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst nú bara fyndið að ég skuli skilja hvað þú ert að tala um, hehe:)

Unnur Stella sagði...

Það er nú ekkert skrítið Ólöf mín, því þú ert nú verkfræðinörd með meiru og borin og barnfædd inn í háspennuhlutverkið ;o)

Nafnlaus sagði...

What a great site, how do you build such a cool site, its excellent.
»