Gunnar Máni er hérna á blettinum að leika sér í rennibrautinni sinni og sandkassanum, voða mikið fjör. Við erum umlukin gulum blómum í stíl við sólina.....ekki slæmt ha?
En annars þá eru loksins síðustu prófdagarnir mínir komnir ;o)
Ég er í prófi í Højspændingsteknik 2. júní og í Engineering responsibilities 7. júní. Svo er vörnin okkar 23. júní. Sem þýðir að í kringum 15:00 þann 23. júní er ég búin :o) Jóhann er í sínu síðasta prófi 30. júní sem er munnleg danska, svo við Gunnar Máni fáum nokkra daga útaf fyrir okkur til að kortleggja ströndina og leikvellina í nágrenni okkar. Ég veit ekki alveg hvenær við komum heim en það kemur vonandi fljótlega í ljós.
Jæja læt fylgja með að gamni eina mynd af hitamælinum og svo blómamyndir úr garðinum ásamt einni af mér að læra í góða veðrinu:o)



2 ummæli:
Svakalega lítur þú vel út þarna í sólinni. Væri til í smá hita hérna heima!!
Oh sólin er svo yndisleg, gefur manni svo mikla orku, það er einmitt spáð 20stigum í dag hér í Boston, ekki slæmt að vera í útlöndum í hitanum þegar það er svona ekki gott veður á Íslandi híhí
Skrifa ummæli