05 maí 2006

Heimferðartíminn kominn

Jájá, hérna er alltaf sumar, það verður bara hlýrra og hlýrra með hverjum deginum. Í dag segir mælirinn minn í skugganum 23 gráður og ég sit í sólinni örugglega ekki í undir 25 stigum og eiginlega alveg pottþétt meira, allavega er ég alveg gjörsamlega að kafna og leka niður. Ég þarf eiginlega að skreppa í bæinn á morgun til að versla mér sólgleraugu. Á bara til að setja framan á gleraugun og nú er ég steinhætt að ganga með þau á nefinu svo eins gott að koma sér í sólgleraugna pæjuverslunarleiðangur.

Heimferðartíminn er áætlaður 28. júní en við erum reyndar ekki búin að kaupa miðann, erum í verðsamanburði í dag og verslum líklega miðann á morgun eða sunnudag. En semsagt áætlað er að við Gunnar Máni komum tvö ein til Íslands 28. júní og Jóhann komi svo 2. júlí. Ég stoppa stutt á Íslandi fyrst til að byrja með því ég geri ráð fyrir að halda áfram til Narsarsuaq í Grænlandi með Air Greenland frá Reykjarvíkurflugvelli 30. júní og koma aftur til Íslands annaðhvort 7. eða 9. júlí. Þeir feðgarnir verða á meðan í dekri hjá mömmu hans Jóa.

Þann 17. júlí fljúgum við svo aftur til Danmerkur og munum þá taka Sigrúnu mömmu hans Jóa með okkur ásamt Ingólfi litla frænda hans. Við leikum okkur með þeim í næstum heila viku en þá koma Maggi bróðir hans Jóa og Lilja frænka hans og við förum öll sömul í sumarhús á suður Jótlandi sem er bara 500m frá ströndinni, og við munum vera þar í heila viku.

Í lok júlí ætla ég að reyna að draga Jóhann til Gautaborgar og líka til Stokhólms að heimsækja KTH liðið og sjá hvernig þau hafa það öll sömul í Svensonlandinu.

Í byrjun ágúst flytja svo Íris og Björgvin í húsið hérna beint á móti og við þurfum nú að taka á móti þeim og bjóða þeim í mat og sýna þeim Álaborgina og hjálpa þeim að koma sér skriflega inn í landið og svona (ætli maður setji ekki Jóa líka í húsgagnaburð með Björgvini). Í ágúst kemur líka Tóta systir í heimsókn ásamt Sæunni og Maggý.

Svo það er óhætt að segja að sumarið er nokkurnvegin fullbókað hjá okkur Danverjum og við hlökkum orðið mikið til.

Nú er best að fara að henda tölvunni inn og leggja á borðið hérna úti svo hægt sé að snæða kvöldverðinn í sólinni. Á morgun borðum við líka í sólinni þar sem við förum á vorgrillið hjá Íslendingafélaginu, og ég byrja því daginn á grænmetisniðurskurði fyrir all marga Íslendina:o)


Húsbóndinn í Álaborgarfótboltaliðs stuttbuxunum


Við mæðgin í sólinni

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Really amazing! Useful information. All the best.
»