03 desember 2008

Börn eru ótrúleg.

Ég held að það sé alveg óhætt að segja að hann Gunnar Máni er skyldur frænku sinni á Íslandi. Þessari sem að var svo heppin að eiga klósett á Drangagötunni :o)

Þannig er nú það að hann Máninn minn á stundum pínu erfitt með að muna að fara alltaf á klósettið þegar hann þarf að gera númer 2. Svo oftar en ekki verða pínu slys í brókina. Þetta er nú í ströngu aðhaldi, þar sem hann er að læra að muna að fara strax á klósettið, ekki þegar það er orðið of seint. En allavega, drengurinn stendur sig alveg ofsalega vel í þessum málum núna og man næstum því alltaf að fara straks á klóið. Eitt af þessum góðu skiptum var núna í morgun, þegar hann kom hlaupandi inn á baðherbergi (ég var í sturtu) og kallaði æstur: "MAMMA ÉG ÞARF AÐ KÚKA OG ÞAÐ ER EKKERT Í BRÓKINNI". Svo kláraði hann öll sín mál í klósettið og var ofsalega stolltur og glaður með sjálfan sig. En þetta er nú svo sem ekki frásögum færandi, nema vegna þess, að þegar við komumst loks öll af stað og út í bíl til að hefja vinnudaginn. Þá var ruslamaðurinn að taka ruslið og setja nýjan poka. Haldiði ekki að stóri prinsinn minn hafi hlaupið til hans, hress og glaður og sagt HÁTT OG SNJALLT:

"Jeg har lavet pølser i toilettet i dag"

við foreldrarnir sem vorum að koma að bílnum og heyrðum þessa frábæru setningu, urðum nú pínu rauð í framan en dóum samt úr hlátri. Ruslamaðurinn hló ofsalega og hrósaði drengnum okkar mikið fyrir og gaf honum svo lítinn hlauppoka í verðlaun fyrir að vera svona duglegur :o)


Annars er bara allt það besta að frétta frá Álaborg. Móðirin komst heim heilu á höldnu og urðu miklir fagnaðarfundir á flugvellinum á laugardaginn var. Svo var bara hangið og notið samverunnar laugardagskvöldið og allan sunnudaginn. Við erum aðeins byrjuð að setja upp jólaskraut og höfum fengið okkur æbleskiver með sultu og flórsykri allavega einu sinni og pebbernøder svona kannski 10 sinnum :o)
Ég er nú í kosningabaráttu, þar sem það eru kosningar í AAU þessa dagana og ég er í kjörframboði fyrir doktorsnema. Bauð mig fram sem nefndarmann fyrir hönd doktorsnema í stjórn "Doctoral school" í Álaborg. En það er stjórnin sem þarf að samþykkja allar doktorsnema umsóknir, lærdómsáætlanir hjá hverjum nemenda og fara yfir 1/2-árs mat hvers kennara á sínum doktorsnema og hvers doktorsnema á sínum kennara. "Doctoral school" býður einnig upp á samtvinna kúrsa, svo sem í sambandi við hvernig á að skrifa tæknigreinar, hvernig á að leiðbeina í Álaborgarháskóla kennslulíkaninu, hvernig á að leita að fræðiefni hjá Bókasafninu og á netinu, svo fátt eitt sé nefnt.
En kosningarnar standa yfir fram á föstudag, svo það verður spennandi að heyra hvað gerist ;o)

Jæja, best að koma sér í smá vinnu.
Yfir og út frá Álaborg

Engin ummæli: