04 desember 2008

Jólakort

Eitthvað hefur borið á áhuga á heimilisfanginu okkar vegna jólakortasendinga. Til að auðvelda lífið höfum við sett heimilisfangið upp í vefdagbók prinsanna okkar.
Svo ef þú ferð inn á heimasíðuna þeirra og velur vefdagbókina, ættir þú að geta fundið heimilisfangið okkar hérna úti í Danaveldi :o)

Vefdagbókin er hinsvegar læst með lykilorði, svo þú þarft að stimpla inn rétt lykilorð til að geta komist inn.

Lykilorðið er svar við spurningunni:
Hvað var pabbi (þ.e. Jóhann Gunnar) gamall þegar mamma og pabbi byrjuðu að vera saman?
Skrifaðu töluna með íslenskum bókstöfum, ekki tölustöfum

Ef þú veist hvaða ár Jóhann Gunnar er fæddur, en ert ekki viss á því hvenær við byrjuðum að vera saman, þá var það árið 1996 :o)

Ef þú manst alveg ómögulega hvenær Jóhann Gunnar er fæddur, en vantar heimilisfangið eða langar að skoða myndir af prinsunum okkar og skrifa í gestabókina, þá er bara að óska eftir aðgangi og ég svara um hæl ;o)

Jólakveðjur þegar 20 dagar eru til jóla :o)

Engin ummæli: