11 desember 2008

Veikindi

Haldiði ekki að mín hafi náð sér í einhverja pestina. Líður eins og vörubíll komi reglulega og keyri yfir öll bein í líkamanum. Fór svo loks til læknis áðan (mesta törnin búin í bili, var á fundi í Fredericia í gær og hef því ekki þorað að fá úrskurð læknisins fyrr) og tók blóðprufu og setti mig beint á sterkt pensilín. Er víst með eitthvað hátt sýkingarhlutfall í blóðinu og er að sjálfsögðu rúmsett (hjúkk að ég fór ekki til hans fyrr en í dag).

Héðan er allt það fínasta að frétta. Talnasnillinn minn hann Gunnar Máni er farinn að telja upp að 100, bæði á dönsku og íslensku. Gleymir stundum 50 og segir fjörtíu og tíu, en það er líka eina talan sem hann gleymir :o)
Ótrúlegt en satt, þá man hann alveg röðina á tyve-tredve-førre-halftreds-tres-halffjerds-firs-halffemms. Hann er greinilega töluvert betri en við í þessari dönsku sinni, þar sem ég held það hafi tekið okkur ca. 2-3ár að muna alltaf rétta röð á þessum blessuðu furðulegu dönsku tugum. Annars er hann líka orðinn svo klár í dönskunni að hann telur sig hafa fullan rétt á að leiðrétta móður sína. Um daginn var ég að reyna að segja loftið (luft) en hann fór að skellihlæja að mér og sagði NEI MAMMA ÞETTA ER AÐ LYFTA (løfte) ÞÚ ÁTT AÐ SEGJA LUFT (og svo sagði hann það með sínum fullkomna danska hreim).

Sá stutti er líka farinn að tala heilmikið og blandar saman bæði dönskum og íslenskum orðum. Hérna eru nokkur dæmi um hans orð:
Náni (Máni)
Mamma
Pabbi
Nei
Góna (skórnir)
meija (meira)
mælk (mjólk)
ebbi (nebbi)
sunnur (munnur)
oje (øjne=auga)
mad (matur)

og svo eru hundruð þúsundir mismunandi orða sem við erum bara ekki nógu gáfuð til að skilja.

Svo verð ég að láta ykkur vita að minn ástkæri eiginmaður er loks farinn að bulla á netinu eins og svo margir aðrir. Hans bull getið þið fundið á http://wwjd.blogg.is/

En jæja, ég ætla að halda áfram að sitja í góða fína fjarstýrða rúminu mínu og reyna að halda áfram að vinna í tölvunni ;o)

Yfir og út frá Álaborg

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Erfitt að liggja í rúminu!! Frúin á Mýrum fékk þessa svaka pest, lagðist hálfdauð inn í rúm(hélt sko að ég væri að deyja) og komst að því að bóndinn og dóttirin hafa fullt vald á því að stjórna heimilinu. Frúin hefur bara ekki leyft þeim að komast að. En vonandi hressistu fljótt. Knús til karlpeningsins.
Frúin á Mýrum