23 desember 2008

Jólin koma á morgun

Héðan frá Álaborg er nú ýmislegt að frétta, þó svo ég hafi verið alltof löt við að skrifa fréttir undanfarið.

Allavega þá varð ég lasin um daginn og fékk himinháann hita og svo loks pensilín. Ég fór svo á laugardagskvöldinu í jólahlaðborð (julefrokost) með dönsku vinum mínum. Í sambandi við þann gjörning hef ég lofað einni kveðju :o)

Hej Bjarne (Lullo, Thomas, Per, Kim og Uffe også). Tak for en super dejlig julefrokost og en fantastisk aften. Jeg håber at jeg kan dele jeres snaps næste år ;o)

Julemand Lullo

Klar til at spise :o)



Núna er ég svo loks komin í jólafrí, hófst á föstudag. Ég gerði mér bara lítið fyrir og tók mér 5 daga af frídögunum mínum og nældi mér þannig í 2 vikna jólafrí með strákunum mínum :o) Við höfum notið þess að vera í fríi og leikið okkur, perlað, kubbað, föndrað og brallað ýmislegt. Þar fyrir utan saumaði ég mér svo eitt stykki jólakjól fyrir annað kvöld og við fórum familían ásamt Írisar familíu að sækja okkur jólatré í skóg rétt fyrir norðan Limafjörðinn. Fengum alveg geggjað tré, stærra en Jóhann og þvílíkt þétt alla leiðina upp í topp. Svo var þetta voða skemmtileg upplifun. Gengum um skóginn og leituðum að trjám (enduðum nú samt á að kaupa tré sem búið var að höggva). Með trjánum fylgdi svo nammip0ki fyrir krakkana og jólaglögg með smákökum í litlum skúr eftir kaupin. Svo við settumst saman í stutta stund og sötruðum jólaglögg og nörtuðum í smákökur. Þetta var alveg ofsalega hómí og notalegt. Plús það að tréð var að sjálfsögðu meira en helmingi ódýrara en á Íslandi (kostaði 175 dkk, með nammi, jólaglöggi og smákökum, og var ríflega 2 metrar á hæð). Svo við vorum ægilega sátt með þetta allt saman :o)

Í dag fórum við svo öll saman í bæinn að skoða jólaljósin og prófa öll jólatækin (parísarhjólið, hringekjuna og jólasveinalestina). Fengum okkur líka kvöldmati í bænum í tilefni af Þorláki. Þreittir og glaðir drengir steinsofnuðu í aftursætinu og voru bornir inn í rúm (klæddir í nýju jólanáttfötin og lagðir til svefns í jólarúmfötunum). Foreldrarnir kláruðu svo þrifin, skreyttu jólatréð og settu ALLA ÞÚSUNDA pakkana undir. Svo nú sitjum við bara í leti uppi í sófa og erum alveg að fara að steikja egg og beikon (enn ein hefðin) til að narta í svona rétt fyrir svefninn. Möndlugjafirnar tilbúnar á borðinu frammi og húsið allt orðið tandur hreint.

Knús og kossar frá okkur í Álaborg og
GLEÐILEG JÓL ALLIR SAMAN.



Engin ummæli: