08 desember 2006

Betra seint en aldrei

Já það eru víst einhverjir farnir að velta því fyrir sér hvað gerst hefur síðustu vikur....eða mánuð hérna í Danaveldinu. En jæja jæja, ég er allavega á lífi, en varla þó. Brjálað að gera og ég er algerlega á haus í lærdómi. Ekki nema tæpur mánuður í skil hjá okkur og við eigum HAUG eftir að gera áður en við getum skilað verkefninu af okkur :o)

Fyrir utan lærdóm, lærdóm og já meiri lærdóm þá hélt ég eitt stykki danskan julefrokost fyrir krakkana úr skólanum. Það var rosalega gaman, við skiptum með okkur verkum og allir komu með eitthvað, endaði í ROSALEGRI matveislu þar sem alltof mikið af mat og alltof mikið af ákavíti var á boðstólnum ;o) Hlaðborðið byrjaði klukkan 19 á föstudagskvöldi á 3 tegundum af síldarréttum með rúgbrauði, eggjum, allskonar grænmeti og kartöfflusalati og að sjálfsögðu vantaði ekki hinar dönsku rauðbeður með. Þar á eftir kom milliréttur sem samanstóð af svokölluðum dönskum rétt sem heitir sulta (einhverskonar kjöthlaup með sósu og fleiru, rosa gott), heimabakaðri lyfrakæfu með beikoni, rúgbrauði og rauðbeðum, heimagerðum frikadellum (ekki alveg eins og kjötbollur en samt í áttina, inniheldur rjóma og fleira). Þegar allir voru afvelta af þessu áti þá kom loksins aðalrétturinn sem var hamborgarahryggur með ananas (á íslenska vísu), rifjasteik og purusteik með brúnni sósu, sykurbrúnuðum kartöfflum, grønlagskål (einhverskonar sull af grænu grænmeti og rjóma og kartöfflum og fleiru, ekki alveg fyrir minn smekk), heimagerðu rauðkáli, steiktum kartöfflum og snakki (don't ask why, Danir eru stundum skrítnir). Að sjálfsögðu voru allir gersamlega afvelta eftir þetta (ég held ég hafi borðað hálfa sneið af hamborgarahrygg) og þá var að sjálfsögðu fyrri eftirréttur, en það var Risalamande (kaldur hrísgrjónagrautur með rjóma og fíneríi, tekur nánast heilan dag að elda) með heitri rifsberjasultu og möndlu (að sjálfsögðu fylgdi möndlugjöfin) og ummmmm..þetta var algert æði. Þegar þessu öllu var svo lokið þá slúttuðum við átinu um klukkan 01:20 (ekki nema 6 og hálfur tími í að borða) með kaffi, heimagerðu konfekti og smákökum. Allt kvöldið var matnum að sjálfsögðu skolað niður með alvöru Álaborgar Ákavíti (sem er framleitt hérna niðri í miðbæ) og dönskum jólabjór (ég stalst reyndar líka í kókið þar sem ég er ekki með alveg sama júbbla úthald og þessir drykkjudanir ;o) ). Síðan sátum við ýmist uppi við matarborðið eða niðri í sófum og ræddum stjórnmál og fleira skemmtilegt til klukkan hálffimm um nóttina. Þetta var alveg rosalega gaman og frábært að prófa. Allir mjög hressir. Mér fannst samt furðulegast hversu mikið allir drukku af ákavíti, án þess að það sæist á þeim að þeir væru fullir. Engin læti og ekkert vesen, en samt NOKKRAR tómar flöskur á borðinu næsta dag. Síðan fór enginn frá borði fyrr en allir voru búnir að hjálpast að við að ganga frá og setja í uppþvottavélina og þau biðu líka eftir að vélin væri búin og hjálpuðu til við að ganga frá úr vélinni, alger lúxus að vakna næsta morgun að hreinu húsi :o)

Well set nokkrar skemmtilegar myndir úr veislunni með. Síðan reyni ég að segja einhverjar skemmtilegar fréttir næst (vonandi minna en mánuður í það).

Skál í boðinu


Kim ræðuhaldari


Nei Bjarne, mig langar ekki í ákavíti


Per og bláa salatskálin



Uffe engill



Mér tókst líka að vera með á 1 mynd

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ litla jólabarn!
Mér finnst þú flott svona dökkhærð.
Kv.
Magga

Unnur Stella sagði...

HAHAHAHA fyndið að þú skulir kalla mig jólabarn. Því þessa dagana bý ég í jólahúsi og hlusta einungis á tónlist frá jol.is ;o)

Húsið okkar er uppljómað bæði að innan og utan með marglituðum perum og gluggarnir skreyttir jólagardínum og danglandi gulljólatrjám. Jóladúkar á öllum borðum og c.a. 100 jólahús með sprittkertum inni í. Georg Jensen gullskraut hangandi neðan úr öllum hillum, ásamt jólasokkum og jólasveinum. Samt á ég eftir að taka upp úr 3 jólakössum (á einungis 13 kassa, einn fyrir hvern dag jóla) og jólatréð ókeypt ;o)

Nafnlaus sagði...

Hæ skvís. Ég var einmitt að hugsa það sama og magga hvað það færi þér rosalega vel að vera dökkhærð.
Ég er einmitt farin að hlakka svo mikið til jólanna líka. Við gummi sitjum hérna og lærum með jólatónlistina á allan daginn og svo gaf gummi mér svona pínku jólatré í potti.
Öfunda þig af jólaskrautinu því okkar er allt í kössum heima svo við nenntum ekkert að skreyta, en ég verð bara að þrauka í 2 vikur og þá get ég baðað mig í jólaskrauti og jólamat.
Hlakka svo til að fá malt og appelsín:)
Knús Ólöf

Unnur Stella sagði...

Úff já Ólöf, veistu ég DAUÐÖFUNDA ykkur af að vera að fara heim. Síðustu jól hjá okkur voru skrautlítil og því sendum við okkur allt jólaskrautið eftir síðustu jól :o)

Annars þó ég fari ekki heim, þá bíður Egils malt og appelsín úti í skúr og íslenskt hangikjöt í frystinum, ásamt grænum ORA baunum í hillunni. MMMMMMM hlakka mikið til :0)