06 mars 2006

Á leið á djammið

Já haldiði að það sé ekki bara búið að skipuleggja allavega 2 djömm á næstunni. Það átti nú að verða svakalegt teiti síðasta föstudag þar sem grúppan mín ætlaði að koma heim til okkar og borða með okkur og svo ætluðum við að skunda niður í skóla á ball...en nei ó nei það endaði með því að ég fór heim í hádeginu á fimmtudag með rúmlega 39 stiga hita og hélt mig innivið þar til í dag. Frekar svekkjandi.
En sem betur fer þá erum við í staðin búin að ákveða að fara öll saman í stórum hóp á fredagsbar á föstudaginn, þar á eftir verður haldið heim til Thomasar (sem er reyndar búinn með skólann því hann ákvað að láta diplom duga og skilaði af sér í janúar). Þar ætlum við að spjalla súpa á vel kældum öl og borða rifjasteik frá Bones. Svo verður bærinn málaður rauður þar sem við ætlum öll að dansa fram á rauða nótt á götunni (Jomfru Ane Gade nánar tiltekið). Semsagt mikið fjör og mikið gaman framundan.

Við Jóhann og Gunnar Máni fórum til Köben um síðustu helgi og hittum mömmu hans Jóhanns, það var ægilega gaman og ég gat verslað mér nokkrar nýjar spjarir fyrir afmælispeningana sem ég fékk. Mamma hans kom síðan í heimsókn á þriðjudagskvöldið fram á miðvikudag og sá Jóhann um að stytta henni stundir þar sem ég þurfti að vera í skólanum að mestu. Mamma og pabbi muna svo vonandi koma hingað til okkar um páskana og ætlum við þá að nýta tækifærið og skjótast á bíó eða eitthvað skemmtilegt og lofa þeim aðeins að amma- og afast. Ekki slæmt það. Erum reyndar að vonast til að fá barnapíu fljótt en það kemur betur í ljós seinna.

Jæja best að drífa sig í lærdóminn fyrir svefninn.

Engin ummæli: