18 mars 2006

Spurningakeppni Unnar

Já í netskemmtilegheitum eins og flestu öðru er hún Lára mín alveg rosalega sniðug. Þessvegna ákvað ég að stela hugmynd hennar að spurningakeppni og hef sett upp pínuponsu quiz fyrir ykkur. Allsekkert erfitt og alveg svakalega skemmtilegt. Endilega spreytið ykkur og athugið hversu vel þið þekkið mig með því að nota linkinn hér að neðan :o)

http://www.quizyourfriends.com/yourquiz.php?quizname=060318063519-357058&

Annars mest lítið að frétta héðan að utan. Litli kúturinn búinn að vera veikur alla vikuna með tilheyrandi stressi foreldranna. Höfum aldrei gengið í gegnum þetta bæði í skóla svo frekar skrítin upplyfun. Þurftum að skiptast á að vera heima eftir því hvort var í mikilvægari kúrsi á hverjum tíma. Einn daginn var annað okkar alveg heima og annan dag fór annað í skólann fyrir hádegi og hitt fór eftir hádegi. En sem betur fer er honum nú loks að batna svo lífið ætti að komast í fastar skorður í næstu viku. Vorið er loks að byrja að láta sjá sig hérna úti, allavega er farið að sjást ansi vel í grasblettinn hjá okkur og fuglarnir byrjaðir að syngja. Vonandi fer að styttast í hinar árlegu pils og hlírabolahjólaferðir í skólann í steikjandi hita og sól :o)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Helv. drasl spurningadót. Ég svaraði öllu rétt nema einni spurningu, ég veit greinilega ekki hvað þú átt mörg systkin o_O

Ég skelli skuldinni algerlega á danskann bjór og heilaskaðann sem hann hefur ollið, er mikið að pæla í að lögsækja þessa talsmenn djöfulsins!

Nafnlaus sagði...

Haha ég fékk jafnmörg stig og Jói, ég greinilega þekki þig ansi vel ;). Ég flaskaði á hvert þið stefnið í sumar, ég giskaði á Prag :s. Jæja ég er alla vega ekkert smá montin með mig hehehe nýbúin að eignast barn og sellurnar greinilega alveg í lagi.

Nafnlaus sagði...

Úff ég skeit alveg á mig í þessu prófi :S
Hver fer til Grænlands ég bara spyr:(
(hef reyndar sjálf komið þangað og það var frekar gaman, en það er ekki málið)

Unnur Stella sagði...

Haha þetta gengur eitthvað frekar brösulega hjá flestum :o) Ótrúlega margir sem halda að ég eigi bara 3 systkini, en ég á 2 systur og 2 bræður fyrir ykkur sem ekki muna (hummhummm herra eiginmaður).

Annars hefur mig lengi langað til Grænlands og þar sem mamma verður 60 í sumar þá ætlar hún að láta sinn draum rætast (og þarafleiðandi vonandi minn líka).

Nafnlaus sagði...

jæja 80 stig af 100, ekki slæmt það :) Annars datt mér ekki í hug að þú ætlaðir að fara til Grænlands og ég hélt að þú værir meiri Stargate nörd heldur en Friends aðdáandi :P og já, ég veit sko alveg hvað þú átt mörg systkini.... :)
Kv. Andrea frænka.