12 mars 2006

Heilmikið skemmtilegt

Jæja þá er þessi mikla skemmtanahelgi að verða búin. Það var alveg rosalega mikið fjör hjá okkur á föstudagskvöldið. Gamanið byrjaði um klukkan hálffjögur þegar við fórum á Fredagsbar og fengum okkur nokkra öllara saman. Eftir það tóku ég, Louisa og Thomas strætó heim til Thomasar á meðan rugludallarnir Per og Uffe ákváðu að hjóla í 100 gráða frostinu og snjónum. Þegar komið var heim til Thomasar tók hann fram breiðtjaldið og skjávarpann sem tengdur er við tölvu, sjónvarpkapal og græjur og setti tón á fóninn (með tilheyrandi show á tjaldinu). Við pöntuðum okkur pizzu og byrjuðum að tæma þær 500 sterkvínstegundir sem Thomas átti á lager. Sem betur fer höfðum við flest (eða allavega við píurnar) vit á því að fara okkur ekki of geyst þar sem nóttin var ung. Við skemmtum okkur konunglega heima hjá Thomasi til rúmlega miðnættis. En þá gáfust Uffe og Per upp og hjóluðu heim eftir að við vorum búin að reyna að vekja Thomas með sturtubaði og hverju sem var. Þannig að við stúlkurnar enduðum með því að tölta einar af stað í bæjarferð að skoða MANNlífið í götunni. Lullo fór með mig á held ég barasta næstum alla staðina í Álaborg í flítitúr (tókum held ég næstum 20 skemmtistaði á 10 mínútum) og svo enduðum við á Hr. Nielsen þar sem við skemmtum okkur konunglega og dönsuðum fram á rauða nótt og hræddum stráka með því að segja þeim að við erum að læra raforkuverkfræði. Ótrúlegt hvað drengir geta verið miklar bleyður þegar þeir fá svarið við því hvað maður er að gera. Jæja ekki meir í bili. Nokkrar myndir fylgja með eftir danska þýðingu sem kemur fyrir hina dönsku djammfélaga ;o) (hægt að klikka á myndirnar til að sjá þær stærri)

NÆSTEN det hele på dansk:
Vi havde det sko MEGET sjovt i fredags. Først startede vi omkring klokken 3:30 hvor vi gik til fredagsbar og drak en eller to øl (heldigvis ikke mere). Derefter tog jeg, Louise og Thomas bussen hjem til Thomas mens de CRAAAAAAZY Per og Uffe cyklede i minus 100 grader og sne. Når vi var hjemme hos Thomas viste han os sit projektorsystem som er kobled til computer og stereo og det hele og startede med at spille musik. Vi bestillede pizza og startede med at drikke alle de 500 forskellige typer Thomas har af spiritus. Heldigvis så var der nogle af os (i hver fald pigerne) som drak ikke FOR meget til at starte med fordi vi vidste at natten var ung. Vi havde det rigtig hyggeligt hjemme hos Thomas indtil lidt mere end 12. Men klokken 12 gav Uffe og Per op og cyklede hjem. Lidt før havde vi allesammen forsøgt at vække Thomas med brusebad og det hele (gik ikke så godt). Så til sidst var det kun pigerne som gik ned på gaden til at kigge på MANDlivet derned. Lullo vidste mig næsten alle stederne i Aalborg på speed dial (jeg tror vi var til 20 steder på 10 minutter) og så var vi til sidst til Hr. Nielsen hvor vi morede os MEGET og dansede til natten blev rød og skræmmede drenge med at fortælle dem at vi læser energiteknik. Det er utroligt hvor drengene er svage når man fortæller dem hvad man læser. Nåhhh, nu er det godt. Jeg skal læse lidt Ziegler før i morgen. Ses og tak for en DEJLIG aften.


Lullo spiser pizza



Uffe spiser pizza



Thomas og Per var også sultne



Nej Lullo du er ikke træt



Nu skal Thomas vågne



Man skal aldrig købe russisk champagne, selvom jeg kan bruge dens prop som en hat

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halló halló halló!!! MANNlífið!
Er maður bara skilinn eftir heima svo þú getir farið út að skoða einhverja danska stráklinga?
Þú veist greinilega ekki að hverju þú ert að missa og nú ætlar íslenska karlmennið þitt bara að vera heima og hnykkla vöðvana sína í friði og ró og þú og þínir dönsku smástrákar getið bara leikið ykkur saman.

*hnykkl*

Og hvað er með ykkur hin, á ekkert að baula fyrir hana Unni? Hún skrifar og skrifar fyrir ykkur og þið látið varla heyra í ykkur. Koma nú, kassi af bjór fyrir besta baulara ársins og það er LOFORÐ!

Nafnlaus sagði...

Iss fékkst þú ekki að fara með á djammið....Æ það er líka stundum erfitt að skilja svona verkfræðinördadjók :D.