26 nóvember 2008

Dvölin brátt á enda

Þá eru einungis 3 dagar eftir af Noregsævintýrinu mínu. Það er komið miðvikudagskvöld, svo ég á bara 2 vinnudaga eftir og 3 nætur. Á laugardagsmorgun flýg ég svo héðan frá Þrándheimi til Kaupmannahafnar og svo þaðan áfram til Álaborgar.

Þessi ferð mín hér hefur verið einstaklega skemmtileg og spennandi. Ég hef náð að ljúka við mun meiri vinnu en ég átti von á og er nú skv. tímaplaninu mínu komin langt fram í febrúar á nokkrum sviðum. Svo ekki er það slæmt. Það þýðir líka að ég get næstum alveg samviskubitslaust farið í langt frí um jólin. (Planið er 2 vikur).

Talandi um jólin þá er nú farið að styttast allverulega í þau og SVOOOOO margt eftir að gera. Nú þegar námsstressið er loksins að minnka, þá tekur jólastressið við. Á heimleiðinni á laugardag mun ég þurfa að versla kerti og grein. Svo þegar heim er komið þarf ða knúsa stráka, búa til aðventukrans og setja upp jólaskrautið. Það þarf að búa til jólakortin, ljúka við síðustu jólagjafirnar og koma öllu í póstinn. Í næstu viku erum við í stjórn doktorsnemafélags verkfæðinema við Álaborgarháskóla svo að halda jólapartí (þriðjudag). Daginn eftir erum við í stjórn foreldrafélags leikskólans að halda innandyra jólahlaðborð (bara við stjórnin). Á laugardag í næstu viku koma stúlkurnar úr mömmó í heimsókn í jólakonfektgerð (verð að klára jólahreingerninguna fyrir það). Laugardaginn viku seinna er svo DDÅ (danski vinahópurinn minn) að halda jólahlaðborð. Þess á milli þarf ég svo að knúsa strákana mína dálítið meira (þarf að vinna upp fyrir 3 heilar vikur), undirbúa jólin (bakstur og fleira) og fara á fund í vinnunni og kynna niðurstöðurnar frá Noregsferðinni :o)

Svo nóóóóóóg að gera hjá mér á næstunni.
En ég ætla nú að reyna að taka þessu bara með stakri ró og njóta hverrar mínútu með manninum mínum, strákunum mínum og í jólaundirbúningnum. Síðan þegar fríið hefst (20. des) þá ætla ég að liggja í leti og bæta á mig einhverjum aukakílóum sem geta fokið í janúar.

Í kvöld er ég hinsvegar að fara út að borða í boði Bjørn Gustavsen og ætlum við og Dirk (sá sem er með mér á skrifstofu hér í Þrándheimi) að hittast á Peppes Pizza klukkan 19:30.

En nóg í bili,
ég segi yfir og út frá Þrándheimi, þremur dögum fyrir heimferð

Engin ummæli: