03 október 2008

Sælt veri fólkið

God dag, god dag
Álaborg hérna megin.

Hérna hjá okkur litlu familíunni er allt besta að frétta. Lífið gengur vel og allir hressir og kátir. Hér er enn sól, þó það sé farið að blása svolítið með. Það var reyndar 18 gráðu hiti á mælinum áðan, svo ekki er þetta neitt alslæmt hjá okkur.
Við Jóhann gerðum okkur glaðan dag um síðustu helgi og fórum út að borða og litum svo í bæinn eftirá. Við brugðum undir okkur betri fætinum af því tilefni að það voru 12 ár síðan við byrjuðum að vera saman. Við fengum góðar barnapíur til að passa litlu sofandi prinsana okkar og fórum á Restaurant Dahl hérna niðri í miðbæ. Þetta er mjög lítill og kósí staður með útsýni yfir tívolíinnganginn og maturinn var alveg geggjaður, hefði ekki getað verið betra. Eftirá fórum við svo í fyrsta skipti saman á pöbbarölt í miðbænum. Hittum nokkra góða félaga og sátum og spjölluðum til klukkan 3. Þetta var alveg frábær dagur og vel þegin hvíld frá amstri hversdagsins (sem teygir sig yfirleitt yfir helgarnar líka).

Nú fer brátt að líða að 4 ára afmælisdegi frumburðarins, en hann á víst afmæli í þarnæstu viku. Það er mikið verið að spá og spekúlera í afmælisveislum og afmæliskræsingum og það verður að segjast eins og er að prinsinn er frekar óákveðinn þetta árið (hann sem var svo ákveðinn bæði í fyrra og hitteðfyrra). En helst finnst mér hann oftast hallast á McQueen bílaköku. Það mun nú kannski breytast á næstunni.
Þetta árið erum við mikið að velta fyrir okkur hvort hann eigi að fá að bjóða heim gestum af leikskólanum, frekar en bara börnum vina okkar, en hann er búinn að eignast nokkra mjög nána og góða vini þar. Við ætlum svona allavega að spá í það hvað við gerum og hvað hann vill sjálfur.

Mummi er alltaf samur við sig og er algjört draumabarn. Hann er að byrja að hlaupa en hlýðir svona að mestu öllu sem sagt er og getur setið alveg lon og don kjurr með bók eða púsl eða bíl. Hann elskar bíla og skríður með þá um öll gólf og segir brrrrrrrrr brrrrrrrr, rosa gaman. Það er reyndar á dagsskránni að sauma ól í einn bílinn svo hann geti nú líka bara gengið með bílinn á eftir sér í stað þess að skríða alltaf með þá.

Ég er komin eitthvað áleiðis með jólagjafirnar og er líka búin að sauma afmælisgjöf fyrir hana Sunnevu Lind. Næst á dagskrá er afmælisgjöf handa Kristófer prins og svo að klára restina af jólagjöfunum. Ég hef sett mér takmark að vera búin með allar gjafirnar áður en ég fer til Noregs, en það styttist ískyggilega mikið í þá för, ekki nema rétt um mánuður þar til ég legg í hann. Svo það er eins gott að vera duglegur að nýta hverja lausa mínútu :o)

Við eigum von á heimsókn nú í lok mánaðarins, en tengdó ætlar að heiðra okkur með samveru sinni. Við hlökkum ofsalega mikið til að fá hana hingað til okkar, enda liðinn ansi langur tími síðan við sáum ættingja og vini á Íslandi síðast. Ætli við munum ekki líka nota ömmuna aðeins og skreppa svona eins og einu sinni í bíó :o)

Jæja, nú ætla ég að fara að byrja á föstudags-hygge með prinsunum mínum. Það er á planinu að spila og leira áður en við Máni förum að búa til föstudagspizzuna okkar.

Knús knús til ykkar allra héðan frá Álaborginni

Ps. Var klukkuð af Fríðu sætu, svo best að svara því :o)

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Rannsóknarkona (Forskning)
Verkfræðideild ISAL
Rafvirkjadeild ISAL
Vaktstjóri hjá Olís


Fjórar kvikmyndir sem ég held upp:
Lord of the Rings
Pretty Woman
Star Wars
The Nightmare Before Christmas

Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Hafnarfjörður
Garðabær
Reykjavík
Álaborg

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Battlestar Galactica
LOST
Gilmore Girls
House

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Ísland
USA
England
Ítalía

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
facebook.com
mbl.is
Kbbanki.is
iet.aau.dk

Fernt sem ég held upp á matarkyns:
Súkkulaði
Ís
Kjötbollur með kartöfflumúsinni hans pabba
Íslenskt lambakjöt að hætti mömmu

Fjórar bækur sem ég les oft:
Electromagnetics
High voltage underground cables
Transient simulations in HV systems
Anna í Grænuhlíð

Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna:
Að renna með Mána í snjónum á Íslandi
Með mömmu í pottinum á Íslandi
Með strákunum mínum í sundi
Á leið útúr fyrirlestrarsalnum eftir að hafa varið doktorsverkefnið mitt

Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka:
Anna Júlía
Raggi&Agnes
Íris
Erna

Engin ummæli: