12 október 2008

...og enn meiri peningaumfjöllun

Mig langaði bara svona til gamans að deila með ykkur nýrri samantekt á fjármunum stærstu eiganda Glitnis undanfarin misseri.
Hversvegna þurfa fyrirtæki með milljarða í eignir að fá lán frá okkur til að bjarga einni af eigum sínum (Glitni)? Og hvernig voga þessir menn sér síðan að koma fram og saka menn um bankarán. Ætli málið sé ekki að það var allsherjar rán í uppsiglingu, þar sem ræningjarnir voru í raun stoppaðir í dyrum búðarinnar og þykjast nú vera alveg saklausir.

Er ekki kominn tími til að draga þessa menn fram í dagsljósið og láta þá svara fyrir það sem þeir hafa gert? Hversvegna sofa fjölmiðlar á verðinum og taka ekki auðveldismennina á rauða teppið líkt og þá sem eru að reyna að bjarga okkur frá falli vegna græðgi nokkurra einstaklinga?






Ég spyr því enn og einu sinni:
ER EKKI KOMINN TÍMI TIL AÐ VIÐ ÞÖKKUM RÁÐAMÖNNUM ÞJÓÐARINNAR OG SEÐLABANKANS FYRIR ALLANN ÞANN TÍMA OG ÞÁ ÞRAUTSEIGJU SEM ÞEIR ERU AÐ SÝNA OKKUR LANDSMÖNNUM? VIÐ VITUM JÚ ÖLL AÐ ÞEIR FARA EKKI FRAM Á MARGRA MILLJÓNA KRÓNA STARFSLOKASAMNING OG ERU LANGT FRÁ ÞVÍ AÐ VERA HÆST LAUNUÐUSTU STARFSMENN ÞJÓÐARINNAR.

HÆTTUM AÐ RÁÐAST Á BJARGVÆTTINN OG FINNUM BRENNUVARGINN!!!!!!!!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já það var þetta með framboðið, hvenær verður það ?
Annars er allveg rosalegt að Bresku blöðin skrifa svo illa um okkur íslendinga og enginn skrifar á móti. En besta versta fréttin er þó af manninum sem er akkúrat núna í Silfri Egils að hvítþvo sjálfan sig. Jón Ásgeir Jóhannsson, sem í gærkvöldi sat á DÝRUM veitingastað og keypti sér vín fyrir litlar 17,000 kr flöskuna. common hvað er þetta lið að hugsa. Það hefði nú bara verið betra að loka sig inn í herbergi og draga fyrir. Núna á að rannsaka hver, hvað og hvaða aumingjar eiga sökina.
Hilsen Inga frænka.

Nafnlaus sagði...

Er mikið að hugsa um að fara bara að selja nokkra vel valda hluti á E-bay, maður fær svo mikið fyrir Evruna (dollarann) núna. Á t.d. eina flíspeysu sem stendur á EVE-online GAMEMASTER, hvað ætli maður skyldi fá fyrir hana?

Nei, svona án gríns, mér ofbauð þegar ég sá viðtalið við Jón Ásgeir í Silfri Egils, en hinir voru ennþá meiri gungur, voru "of uppteknir" til þess að svara fyrir sig. Það mætti alveg rýma nokkra klefa á Litla-Hrauni fyrir þetta lið (eða í fangelsinu sem Árni Johnsen fór í - man ekki hvað það heitir).

Já og ég hefði alveg getað notað 17000 kr til þess að kaupa í matinn fyrir 2 vikur eða svo (sem duga rétt fyrir kjöti/fisk yfir helgina og svo súpu, pasta og brauð á virkum dögum).

Kveðja Andrea
P.S. Mæli líka með grjónagraut og slátri!

Nafnlaus sagði...

Án þess að ég vilji verja Jón Ásgeir og kumpána á neinn hátt, þá er nokkuð ljóst að Sullenberger sem gerði vidjóið skilur ekki muninn á eignum og lausafé. Það er sko alveg hægt að eiga íbúð þó að þú getir ekki borgað af henni.

Já og svo að ég undirstriki það þá finnst mér Jón Ásgeir fíbbl :P

kv
Sveinbjörg

Nafnlaus sagði...

Það er og mun alltaf verða til fólk með jafn skítlegt eðli og Jón Ásgeir og vinir hans. Það er hlutverk stjórnvalda og seðlabanka að sjá til þess að slíkir menn geti ekki skaðað neitt fyrir okkur hinum. Slíkt hefur gjörsamlega brugðist á Íslandi.

Það er ótrúlegt að Seðlabanki Íslands hafi verið notaður sem athvarf gamalla pólitíkusa þrátt fyrir ENGA menntun á fjármálasviðum. Getið þið ímyndað ykkur slíkt hið sama fyrir seðlabankda evrópu eða BNA? Sérstaklega slæmt þegar Ísland á svo mikið af hæfu (og góðu!) fjármálafólki.

Fyrir mér eru allir stjórnmálaflokkar Íslands ónýtir. Ég vona að það verði stofnaður nýr flokkur með öllu því klára fólki sem missir vinnuna þessa dagana.

Ég hvet ykkur til mótmæla á Austurvöllum klukkan 15:00 í dag þann 18. október.

Nafnlaus sagði...

Það er ekki eins og íslensku bankarnir séu þeir einu í HEIMINUM sem eiga við lausafjárkreppu að stríða. Hins vegar eru þeir svo HEPPNIR að geta ekki sótt lán til banka síns Seðlabanka Íslands því hann hefur ekki staðið við sína pligt sem er að vera með nógu mikinn gjaldeyrisforða og HÆFT fólk í starfi (þá er ég að tala um bankastjóra, ekki almenna starfsmenn sem fá engu um ráðið). EN nei já þessir hæfu herrar í ríkisstjórninni og Seðlabankanum sem hafa ákveðið að BJARGA almenningi virðast hafa GLEYMT alemenningnum sem átti hlutafé upp á milljarða í bönkunum (ég er ekki að tala um stóru félögin, Jón Ásgeir og félaga, heldur Jón Jónsson úti í bæ), eða þær þúsundir sem fjárfestu í sjóðum, úpps þetta fólk í þúsundum bara gleymdist! Það getur vel verið að bankarnir hafi farið geyst, en það gerðist ekki á einni nóttu. Fjármálaeftirlitið, Seðlabankinn og ríkisstjórnin brugðust okkur algerlega og áhrifanna á lengi eftir að gæta. Ísland er algerlega búið að missa allan trúverðugleika út á við. Þetta er sorglegt og vanhugsað að kenna "brennuvörgunum" í bönkunum um allt sem illa hefur farið.

Kv. Tóta