14 september 2008

Kryddaður lax, súkkulaðiheimur og prófessoraumræður

Það má með sanni segja að við höfum notið kvöldverðarins í kvöld í botn.

Við fengum rosalega góðan gest í kvöldmat alla leið frá Egyptalandi.

Þannig er nefnilega mál með vexti, að við erum svo heppin niðri á AAU Energi, að það er frægur egypskur prófessor sérhæfður í "transient states" sem er í heimsókn hjá okkur og verður næstu 6 mánuði. Hann er hingað kominn til að vinna að ýmsum rannsóknum og kenna doktorskúrs í deildinni (sem ég mun að sjálfsögðu sækja). Þar fyrir utan hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa hann innanhandar og mér til aðstoðar við það sem ég er að gera, þar sem honum finnst þetta kapalverkefni áhugavert og spennandi og þar sem allar mælingarnar mínar voru transient og ekki dynamic mælingar (sumsé hans sérhæfing). Allavega þá er hann búinn að fá flest af mínum gögnum og hefur verið svo hjálpsamur að hafa haft samband við vin sinn útaf verkefninu mínu (sem er nota bene einn af mínum guðum og heitir Ametani) sem er meðal annars chairmann fyrir ráðstefnuna sem ég er að fara á í Japan á næsta ári. Þar að auki hringdi hann í Gustavsen (sem er annar af guðunum mínum og er sá sem ég er að fara að heimsækja í Noregi nú í nóvember) og fékk hann til að senda doktorsritgerðina sína, gagngert fyrir mig svo ég gæti lesið hana. Ég er að vonum ofsalega ánægð með þessa miklu möguleika sem verða að hafa svona sérfræðing nálægt sér og skil eiginlega ekki hversu rosalega heppin ég hef verið í þessu verkefni mínu varðandi alls konar svona smáhluti með hina og þessa hjálpsömu sérhæfðu vitringa úti í hinum stóra heimi.
Þessi egypski maður heitir Mansour H. Abdel-Rahman og kemur frá Cairo. Eða eins og stendur skrifað um hann inni á IEEE:


Mansour H. Abdel-Rahman (M’79) was born in Egypt in 1947. He received the B.Sc. and M.Sc. degrees in electrical engineering from Cairo University in 1970 and 1975, respectively, and the Ph.D. degree in electrical engineering from the University of Manchester Institute of Science and Technology (UMIST), Manchester, U.K., in 1979.

Currently, he is a Full Professor at the University of El-Mansoura, El-Dakahlia, Egypt, where he has been since 1987. He spent visiting assignments teaching and researching at the University of Toronto, Toronto, ON, Canada; Windsor University, Wiindsor, ON, Canada; and the University of Cambridge, Cambridge, U.K., where he was a Fellow of Churchill College; University of Western Australia, Australia; Doshisha University, Japan; Helsinki University of Technology, Espoo, Finland; Jordan University, Jordan; and Kuwait University, Kuwait. His research interests include electromagnetic transients in power system networks and machines, steady-state and dynamic analysis of power systems, and the application of artificial intelligence in power systems.


Dr. Abdel-Rahman received the John Madsen Medal for the best paper submitted to the Institute of Engineers, Australia, in 1989; the IEEE Industry Application Society First Prize Paper in 1988; and the IEEE Industrial and Committee Prize Paper in 1987.




Svo það má með sanni segja að innan raforskuverkfræðinnar er þetta ágætlega þekktur og vel virtur maður. Hann hefur einu sinni heimsótt Ísland og var þá meðal annars gestaprófessor í Háskóla Íslands og náði að verða ástfanginn (að sjálfsögðu) af landinu okkar. Svo við höfum rætt mikið saman um Ísland og íslenska siði.


Svo nú í kvöld heiðraði hann okkur litlu fjölskylduna með heimsókn sinni og fékk hjá okkur lax og súkkulaðisælu í eftirrétt. Hann var mjög hrifinn af litlu prinsunum okkar og glaður með hversu þorinn hann Mummi er. Enda er hann óhræddur við flesta og leyfði honum algjörum ókkunugum manninum að halda á sér og leika við sig. Mána fannst mjög sérstakt að hitta mann heima hjá sér, sem hvorki talaði íslensku né dönsku. Ég held að honum hafi þótt svolítið skrítið þegar verið var að tala þriðja tungumálið inni á heimilinu. En við vorum hæstánægð og stollt af strákunum okkar báðum tveimur :o)



Svo nú eru drengirnir okkar búnir að hitta Egypta í fyrsta skipti og vonandi ekki það síðasta :o)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já þú hefur aldeilis verið heppin með ýmsa vitringa sem hafa haft áhuga á ritgerðinni þinni. Fínt að fá hjálp/athugasemdir hjá svona merkum mönnum.

Kveðja Andrea.