13 september 2008

Heimsókn til Íslands

Hérna hjá okkur í Álaborginni er allt á fullu eins og venjulega.
Við hjónin reynum að öðlast einhvern skilning á lífinu og tilverunni með höfuðin á kafi í skólabókum og prinsarnir okkar eru duglegir að stækka og dafna.

Annars er að byrja að hausta, þó það sé enn sól og hlýtt þá er farið að dimma á kvöldin sem þýðir að haustið fer að koma. Þar sem ég er farin að kveikja á kertum út um allt hús í myrkrinu á kvöldin, þá er maður nú aðeins farinn að hugsa til jólanna og hvernig þeim verður varið þetta árið. Það lítur þó allt út fyrir að jól og áramót verði dönsk í ár.
Upphaflega ætluðum við að verja jólum og áramótum á Íslandi, en komumst svo að því að það kostar okkur litlu fjölskylduna 240 þúsund að fljúga til Íslands fyrir þessa viku heimsókn. Með jólagjöfum og öllu því sem fylgir jólunum, værum við því að horfa á hálfrar milljóna króna jól, sem er aðeins of mikið fyrir námsmenn með tvö börn. Hins vegar vorum við að skoða ferð heim í lok janúar í staðin, þar sem við gætum mögulega stoppað í allt að tvær vikur og það kostar okkur einungis 137 þúsund. Svo eins og hlutirnir eru í dag, þá lítur allt út fyrir að við munum halda dönsk jól og áramót en skreppa í aðeins lengra og ódýrara ferðalag til Íslands í byrjun næsta árs. Annars ætlum við bara að fylgjast með tilboðum og flugi fram í lok nóvember og ákveða þá hvernig hlutirnir verða.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

æi. Þetta eru leiðinlegar fréttir því það er svo gaman að vera með ykkur og þessum stórskemmtilegu drengjum sem þið eigið. En maður verður að hugga sig við að það sé lengri tíminn sem þið hafið þá.

Bestu kveðjur Inga frænka.

Nafnlaus sagði...

Sko maður er svo ruglaður á mínum vinnustað að það vantaði bara niðurlagið. Ég meinti auðvitað að þið hefðuð lengri tíma eftir áramót.

Inga frænka

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ,
leiðinlegt að þið komist ekki yfir jólin, en ef þið eruð á ferðinni í kringum 6. eða 11. febrúar, þá skulum við bjóða ykkur í tvöfalt afmæli!

Kveðja Andrea og strákarnir