19 september 2008

Helgarfrí

Jæja þá er það ákveðið.
Það verður almennilegt helgarfrí á morgun. Ég ætla skal ég bara að segja ykkur, að láta allar bækur, hugsanir, blöð, tölvuforrit og annað skólatengt liggja á hillunni ALLAN morgundaginn. Meira að segja líka á meðan Mummi sefur og Máni fær að nýta sinn klukkutíma í barnaefnið. Hef smá áhyggjur af því hvað ég eigi að gera á meðan, en ætli ég bara baki ekki eða saumi svolítið eða bara eitthvað annað skemmtilegt. En allavega á morgun er heilagur frídagur hjá okkur fjölskyldunni og við erum búin að lofa Mána þessu alla vikuna. Hann talar daglega um það hvað gera eigi á laugardaginn og ég held að hann ætli að spila við okkur þúsund spil, fara með okkur í 100 km hjólreiðaleiðangur, fara bæði í legoland og jumboland í einu og svo eigum við að sitja öll saman inni í stofu, borða og horfa á teiknimynd (og til að það sé á hreinu hverjir eru boðnir þar inn, þá taldi hann upp: Máni, Mummi, Mamma og pabbi).
Hann er sko alveg með það á hreinu hvað hann vill gera :o)
En í tilefni þess að það verður heilagur frídagur ALLAN daginn á morgun (líka annað kvöld þegar strákarnir eru farnir í rúmið), þá ætla ég að nýta tímann vel núna og klára nokkur gögn og vinna í kvöld þangað til ég get ekki meir. En annað kvöld ætlum við Jóhann að hafa það notó, borða góðan mat, spila og spjalla um ALLT annað en nám og skóla :o)

OG NOTA BENE, þetta verður líka SAMVISKUBITSLAUS dagur, þrátt fyrir lærdómsleysið.
Hljómar þetta ekki vel?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta hljómar magnað! Hlakkar til að upplifa þetta loksin :D

Nafnlaus sagði...

Ég veit um einn sem öfundar ykkur þar sem mamma hans vinnur á svo asnalegum tímum og er "aldrei í fríi" og á bara að fá sér venjulega vinnu. Þ.e. vinnu í sjoppu eða eitthvað. Annars bara til hamingju með frídaginn og njóttu hans nú vel.
Kveðja Inga frænka.

ps. hvar heldurðu að ég sé núna. Auðvitað í vinnunni.