04 september 2008

Mælingum lokið og næstu spennandi verkefni tekin við

Jæja þá er þessum fyrsta stóra punkti í doktorsverkefninu mínu lokið. Mælingarnar tókust einstaklega vel alla þrjá dagana og nú er ég búin að taka saman niðurstöðurnar og sýna leiðbeinandanum mínum sem var mjög hrifinn og sagði að þetta hefði tekist svo vel, að nú tæki við hörð vinna við útgáfur því það væri svo margt í þessu sem hægt væri að skrifa greinar um.


Svona var veðrið meðan á mælingunum mínum stóð


Hér sést hvernig Energinet.dk hafði aftengt kaplana frá háspennulínunni. (Það er engin tenging upp í línuna á köplunum til hægri eins og er á köplunum til vinstri)

Í augnablikinu er ég nú að vinna að grein um lokaverkefnið mitt, en við stefnum á að senda eina grein á ráðstefnu í Seattle sem verður í Mars á næsta ári. Svo byrja ég í næstu viku að skrifa um eina mæliuppsetninguna (af þremur) en planið er að skrifa 2 greinar um þessa uppsetningu á 2 ráðstefnur og sameina það svo í lokin í 1 journal grein. Svo taka við hinar tvær mæliuppsetningarnar þar á eftir.



Í félagslífinu er það að frétta að við í stjórn foreldrafélags leikskólans héldum sommerfest í síðustu viku sem gekk alveg glimrandi vel og var mjög skemmtileg. Svo er ég víst að byrja í enn einni stjórninni, því stjórnarformaður félags doktorsnema við Aalborg Universitet hringdi í mig í gær til að ítreka að hann vildi endilega fá mig í stjórnina. Svo ég er að fara á upphafsfund starfsins fyrir þetta ár seinnipartinn í dag og mun þá byrja sem nýr stjórnarmeðlimur. (Djísús ég kann bara alls ekki að takmarka verkefnin mín).

Annars var ég heima allan daginn í gær því litli sæti frábæri 1 árs prinsinn minn komst í eitruð ber í fyrrakvöld og fór inn á spítala til að fá kolameðferð. Hann fékk að borða kol í ís og svo var bara beðið á spítalanum til að sjá hvort hann fengi í magann. Við vorum svo saman heima í gær og það gekk fínt og honum leið bara vel. Í gærkvöldi komu svo kolin loks í gegn og ég verð að segja að það var skrítnasta bleyja sem ég hef nokkru sinni skipt á, hrein kol. Prinsinn er alveg hress núna og ekkert amar að honum og engar áhyggjur að hafa, svo þetta er sem betur fer allt saman afstaðið.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ litla systir. Gaman að lesa um mælingarnar og sjá myndirnar. Gott að Mumma litla varð ekki meint af berjaátinu.

Kveðja,
Raggi