05 ágúst 2008

Brúðkaupsafmæli

Jæja nú erum við loks komin aftur heim til Álaborgar. Á meðan á dvöl okkar á Íslandi stóð áttum við hjónin hvorki meira né minna en 5 ára brúðkaupsafmæli (jesús hvað tíminn líður hratt). Við nýttum tækifærið og létum drengina okkar í öruggar hendur og stungum af út að borða og á hótel í eina nótt.


Í tilefni dagsins fengum við blómavönd í vasa. Vöndurinn hafði sömu tegund af rósum og brúðarvöndurinn minn og var skreyttur með borðanum sem festur var framan á bílinn sem við keyrðum um í fyrir 5 árum. Þar að auki fylgdu með trésleifar, en 5 ára brúðkaupsafmæli er einmitt trébrúðkaup.






Við gistum á sama hóteli og þegar við giftum okkur og fengum æðislegt herbergi á 6. hæð með frábæru útsýni yfir næsta nágrenni og Esjuna. Röltum um miðbæinn og fórum út að borða á Sjávarréttakjallarann. Þetta er alveg geggjaður staður sem ég mæli með að allir prófi að minnsta kosti einu sinni :o)



















Jóhann fékk sér Kobe kjöt í forrétt og ég fékk mér hörpudisk. Svo fékk Jóhann Skötusels bananasplit og ég fjall af humar. Allir réttir voru rosalega vel útilátnir og skreyttir með blómum og ýmsu öðru.




Í eftirrétt fékk ég frábæra súkkulaðitertu innpakkaða í sellófan Jóhann fékk súkkulaðimús með lakkrís og ís.
Þetta var semsagt alveg æðislegur dagur með frábæru veðri og besti veitingastaður sem ég hef nokkru sinni borðað á ;o)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HAukur og ég settum einmitt upp hringana á sama veitingarhúsi og kvöldið og umgjörðin var bara fullkomin :) Sammál þér aldrei farið á betra veitingarhús......
Dillan

Nafnlaus sagði...

Til hamingju gömlu hjón :)

Nafnlaus sagði...

Væri alveg tilbúin í að prufa þennan veitingastað við tækifæri. Verst að við hjónin vorum búin að lofa Ásgeiri að fara með hann í veitingahúsið sem snýst á brúðkaupsafmælinu (já ég veit, sumum finnst asnalegt að taka börnin með en honum finnst bara svo gaman að fara fínt út að borða að það er alveg þess virði að hafa hann með sér), þannig að við erum á leið í Perluna á laugardaginn.

Annars ætla ég bara að þakka kærlega fyrir síðast (Ellu fannst mjög gaman að fá ykkur óvænt í gæsunina) og brúðkaupið hennar Ellu var alveg yndislegt. Skrýtið að hugsa til þess að litla systir sé orðin frú!

Kveðja Andrea og co.