18 júlí 2008

Nýtt áhugamál

Ég er komin með nýtt rosalega skemmtilegt áhugamál. Nú geri ég ekki annað en að skreyta kökur daginn út og inn, alveg rosalega gaman :o)

Gerði tvær bangsimon kökur um helgina, eina fyrir hvort afmæli Mumma og svo gerði ég eina Bratz köku í gær fyrir frænku hans Jóa.



Annars er búið að vera ofsalega fínt hérna á eynni fögru. Við erum búin að bardúsa mikið og hitta marga. Fórum í smá göngutúr upp á Helgafell um daginn og bíðum nú bara eftir að danirnir okkar mæti á svæðið á mánudag. Jú og svo ætlum við að stinga af á morgun, eigum 5 ára brúðkaupsafmæli og ætlum að gista á hóteli og fara út að borða BARA TVÖ ALEIN!!!!!






1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir komuna áðan og það var virkilega gaman að sjá ykkur. Og endilega njótið 5 ára brúðkaupsafmælisins á morgun... ji mér finnst eins og þið hafið bara gift ykkur í gær, það er svo stutt síðan! Enda var það mjög skemmtilegt brúðkaup.

Kveðja Andrea og strákarnir.