07 maí 2008

Allt fór vel fram og ég hrasaði ekki :o)

Jæja þá er athöfnin búin.
Þetta var alveg frábærlega gaman og skemmtileg upplifun. Herlegheitin byrjuðu með klukkutíma fyrilestri frá þekktum prófesor hérna úti um hönnun og notkun á hraðal í krabbameinsmeðferðum. Þá er hraðallinn notaður til að hraða jónum sem svo er skotið á hið illkynja æxli. Með þessari aðferð er hægt að ná til muna betri árangri, bæði þannig að jónirnar ráðast mun minna á heilbrigða vefi en bæði lyfjameðferð og geilsun gerir og með mun meira afli á krabbameinið, svo það þarf færri meðferðarskipti en er í dag. Stærð hraðalsins er hinsvegar alveg gígantísk og kostnaðurinn við einn spítala með svona tæki er ca. 11 milljarðar danskra króna. Það er nú þegar búið að byggja 3 í Evrópu og 5 eru í byggingu og búið er að ljúka við 5 í USA og 5 eru í byggingu. Svo vonandi mun þessi nýja tækni ná yfirráðum á fleiri stöðum og bæta líf tugþúsunda manna.

Eftir þennan frábæra fyrirlestur kom að sjálfri afhendingunni þar sem þrjú verkefni voru verðlaunuð á þremur mismunandi sviðum og sagði formaðurinn að verðlaunin gerði ekki vinningshafana ríka en þeir fengju hinsvegar plagg svart á hvítu sem segði að það árið væru þeir bestir, frekar djúpt í árina tekið og ekki líkt því sem ég er vön. Ég fékk nú að vita síðar um kvöldið að það eru 10-15 verkefni í hverri grein rafmagnsins tilnefnd til verðlaunanna og svo valið úr þeim hverjir fá viðurkenninguna, svo við vorum að vonum ofsalega glöð með það.

Við afhendinguna héldum við fyrirlestur um okkar verkefni sem var ca. 15 mín að lengd til að reyna að kynna og útskýra hvað það var sem við höfðum unnið að. Svo var boðið upp á hvítvín, rauðvín, bjór, vatn og gos ásamt smá snarli þar sem allir viðstaddir fengu rætt saman og spjallað á léttu nótunum. Að því loknu var okkur verðlaunahöfunum ásamt einum fylgimanni boðið til þriggja rétta kvöldverðar ásamt helstu framamönnum Danmerkur í hinum ýmsu verkfræðigreinum og stjórnarmönnum rafmagnsdeildar verkfræðingafélagsins. Það var alveg meiriháttar þar sem mörg skemmtileg tengsl mynduðust og maður fékk möguleika á að spjalla við þekkta sérfræðinga og rökræða hin ýmsustu vandamál og lausnir við þá og gera nafnið sitt aðeins þekkt innan sviðsins.

Svo í dag hef ég verið að fá fréttir úr ýmsum áttum vegna birtingar í dönskum blöðum og á heimasíðum varðandi verðlaunin. Má nefna Nord Jyske, Ida og Jern og maskin industrien.

Svo ég get bara sagt að öll þessi athöfn var hin skemmtilegasta í alla staði og dagurinn góður. Ég verð líka að segja takk við mömmu og pabba sem sáu sér fært um að koma til að vera viðstödd, hættu við fyrirætlaða Spánarferð og eru nú búin að eyða brátt heilli fríviku með mér og drengjunum hérna í Köben og til tengdó sem flaug til okkar á þriðjudagsmorgni og aftur til Íslands á miðvikudegi, bara til að vera viðstödd afhendinguna, takk ég er ofsalega rík að eiga svona góða að.

Þó verð ég að bæta við og monta mig dálítið af mínum frábæru drengjum. Þeir voru báðir viðstaddir fyrilestra, ræðuhöld og afhendingu, 2 tíma í það heila, annar 3 og 1/2 árs gamall og hinn 10 mánaða, og báðir stóðu þeir sig eins og hetjur. Þeir sátu stilltir og rólegir og ekki heyrðist eitt hljóð alla tvo tímana og hlustuðu þeir og sýndu hversu vel upp aldir þeir eru :o)


Svo þennan dag var ég allra mest stollt af litlu drengjunum mínum tveimur, sólargeislunum.




Formaðurinn lengst til vinstri og svo verðlaunahafarnir

Við Per með plöggin okkar


Verið að útskýra hversvegna okkar verkefni var valið




Loks komin með plaggið í hendur

Fríður hópur við kvöldverðinn eftir athöfnina. Jóhann mætti að sjálfsögðu sem minn fylgisveinn, enda fáum við hjónin ekki mörg tækifæri til að fara út saman, þar sem foreldrar og fjölskylda eru nokkur þúsund kílómetra í burtu, svo ekki er hlaupið að pössun þegar á þarf

Verðlaunaplaggið

Textinn fyrir þá sem skilja dönsku :o)

Greinin í Nord Jyske

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl Unnur Stella mín!
Hefði ekki viljað missa af þessum degi fyrir nokkurn hlut. Enn einu sinni til hamingju með verðlaunin sem þú ert svo sannarlega búin að vinna til. Drengirnir voru frábærir og gaman að heyra í "gömlu" verkfræðingunum þegar þeir uppgötvuðu að þú ættir þá báða. Aftur til hamingju, Tengdó

Unknown sagði...

Vá hvað þú ert að standa þig vel! Ofsalega flott hjá þér og hjartanlega til hamingju með þennan árángur!
(og já, ég les bloggið þitt stundum) :)

Nafnlaus sagði...

Stórglæsilegur árangur og virkilega hvetjandi fyrir ykkur bæði. Var greinin einungis í NordJyske blaðinu eða finnst hlekkur á fréttina á vefsvæði þeirra? Ólæsilegur texti á .jpg myndinni sem þú lést fylgja með :)

Unknown sagði...

Enn og aftur,
til hamingju með þetta:)

Já og takk fyrir hjálpina um daginn, er loksins búin með þetta ;)

Unnur Stella sagði...

Hæ hæ
og takk fyrir allar kveðjurnar.

Margeir: þetta kom í blaði dagsins, svo það þurfti að kaupa blaðið eða hafa keyptan aðgang að blöðunum þeirra á netinu. En ég á bæði blaðið á pdf og í pappírsformi ef þig langar að lesa ;o)

Nafnlaus sagði...

Elsku Unnur.
Hjartanlega til hamingju með verðlaunin. Ef einhver á skilið að fá þessi verðlaun þá ert það þú.
Glæsileg mynd af glæsilegri konu að taka við verðlaununum.

Kveðja Inga og Ingólfur

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með verðlaunin. Alveg frábært að foreldrar þínir og tengdamamma skyldu sjá sér fært að koma og vera viðstödd þennan merkisatburð.

Kveðja Andrea og strákarnir

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með þennan árangur. Kveðjur og knús til ykkar í Álaborg, frá okkur í sveitinni á Snæfellsnesi.