18 maí 2008

Sumarið er tíminn...

...til að njóta sólarinnar, eyða tíma með vinum og njóta lífsins. En sumarið er einnig tíminn til að fara á ströndina og sleikja sólina í efnislitlum fatnaði og sýna sig og sjá aðra. Þar sem ég hlakka sjálf mikið til að flatmaga á ströndum Norður Jótlands, þá er víst líka kominn tími til að reyna að lagfæra formið þannig að maður passi í það minnsta í þau efnislitlu föt sem hugurinn girnist. Svo nú er bara allt komið á flug í bikiníátakinu :o)

Allavega þá er ég búin að fara og fjárfesta í rosa góðum línuskautum til að reyna að æfa dálítið MRL og fá örlítið kvennmannlegri vöxt. Ég verð að segja að nú er ég orðinn forfallinn fíkill þess að svífa um göturnar á 8 hjólum. Gerði reyndar enn betur í dag og sveif á 11 hjólum. 4 hjól undir hverjum fót og svo þrjú til viðbótar til að flytja drengina mína með á milli staða. Við Dóra ákváðum nefnilega að fara línandi í mömmó. En þar sem ég er svo rík að eiga tvö börn, varð ég að notast við hjólavagninn (sem er líka kerra). Ég verð að segja að það var alveg frábært að keyra hjólavagninn svona........þegar búið var að koma lofti í dekkin. Málið er nefnilega að vagninn hefur ekki verið notaður síðan fyrir bílakaup og voru því dekkin orðin algerlega flöt. Mér tókst ekki með mínum hangandi roast beef að koma lofti í dekkin með handpumpu að vopni. Svo ég gerði mér lítið fyrir og línaði með drengina á 2 loftlausum dekkjum og 1 pínulitlu alla leið heiman frá mér og í Sohngårdsholmsparken. Fyrir þá sem ekki þekkja vegalengdir, þá tók þetta 40 mínútur af erfiði og stanslausu átaki til að koma kerrunni áfram. Á bakaleiðinni voru dekkin svo full af lofti þar sem Ríkey darling kom til bjargar og lofaði mér að nota loftpumpuna sem fylgir skólagörðunum hjá henni. Svo á bakaleiðinni sveif ég á léttu skýi upp í móti :o)


Læt nokkrar myndir frá síðustu dögum fylgja með að gamni.

Mummi sæti að leika með bíl



Mummi og Rafn að leika í sólinni



Flottir bræður tilbúnir í línuferðalag



Þeim leið vel á meðan mamman puðaði loftlaust



Hetjurnar



Dóra duglega



Ég með risakerruna, loks með loft



Mummi var bara þreyttur á ferðalaginu



Máni var hress að gera listaverk við heimkomuna

Engin ummæli: