30 apríl 2008

sjúkdómur vs. ávani

Jæja það hlaut að koma að því.....
....ég gerðist úber-tera-vinnualki í dag.

Þannig er, eins og flestir vita, þá er ég að fara í frí.......langt frí. Ég byrjaði nefnilega klukkan 16 í dag og á frí fram á þriðjudaginn 13. maí kl. 0800. Það er nú alveg eðlilegt að fólk taki sér frí inn á milli og slappi aðeins af.....en NEI ekki vinnualkinn ég. Ég er nefnilega búin að vera alla þessa viku að naga mig í handabökin yfir því að vera að fara í frí. Í fyrsta lagi er ég þá að skilja alla nemendurna eftirtirlitslausa í rúma viku bara mánuði fyrir skil og í öðru lagi er ég að yfirgefa verkefnið mitt í rúma viku.......djísús hvað ég er ekki að meika það. Anyhow, þetta var orðið svo slæmt að ég gat ekki setið róleg á stól og ekki sofið á nóttunni, svo það endaði með því að ég fór í dag og tryggði mér gsm-nettengingu (svona usb tengingu) svo ég geti komist á póstinn minn og helstu heimasíðurnar í fríinu (aðallega samt póstinn svo ég geti hjálpað krökkunum og unnið með viðhaldið mitt, strengjaverkefnið). Svo nú get ég andað rólegar því ég verð ekki tilneydd til að taka frí :o)

Ég vil samt hallast á það að þetta sé meðfæddur sjúkdómur og ekki bara ávani, þetta með að vera forfallinn vinnualki, því þetta tengist algerlega perfectionistanum í mér sem er alltaf til staðar þegar kemur að vinnu og lærdóm. T.d. er ég núna að leiðrétta eina ritgerðina mína í fjórða skiptið af því ég er alltaf að fá smá bakþanka og finna smá til viðbótar sem gæti hjálpað mér. En hinsvegar verður þetta dálítill vítahringur, því perfectionistinn og vinnualkinn í mér lifir á adrenalíni sem heitir velgengni og meðan ég stend mig að því að vinna myrkranna á milli og endurskoða allt sem ég geri, þá hefur það oftast endað með góðri einkunn eða viðurkenningu sem svo leiðir til þess að ég vil leggja ennþá harðar að mér til að standa undir mínum eigin ofurvæntingum sem svo leiðir til góðrar einkunnar eða viðurkenningar sem svo leiðir af sér enn meiri vinnu ...... og svo framvegis, þið skiljið hvað ég meina.
Svo líklega er þetta vítahringur sem alltaf verður verri og verri því með hverju jákvæðu skrefi set ég mér enn hærri væntingar.....jesús hvernig verður þetta orðið eftir örfá ár?
Eitt gott dæmi, Íris vinkona var að spjalla við mig núna fyrir fáeinum dögum um hvernig þetta gengi hjá mér og það opnaði aðeins augun á mér fyrir þessum ofurvæntingum og keyrslu hjá mér. Því eins og hún réttilega vissi náði ég rosa góðum árangri um daginn og vann mér inn fullt af tíma og gerði mun meira heldur en hafði verið búist við af mér. Svo hún spurði hvort þetta væri þá ekki bara rólegt hjá mér núna og ég gæti aðeins slakað á í vinnunni......en einhvernvegin vissi ég hvað hún var að tala um en vissi líka að það hefur ekkert slaknað á í vinnunni hjá mér og þá fór ég að velta því fyrir mér hvað hefði gerst. Og viti menn.....ég fór að rifja upp að ég hafði daginn eftir þennan góða árangur sest niður með sjálfri mér og búið mér til nýja tímatöflu og ný markmið til að klára fyrir lok maí, sem að sjálfsögðu eru enn meiri og enn hærri en það sem ég veit að ég á að vera búin með. En þetta orsakast líklega allt af mottóinu sem ég hef sett mér:

vertu alltaf komin einu skrefi á undan og mættu alltaf með meiri vitneskju/verkefni en þú átt að gera.

Þetta hefur að sjálfsögðu virkað mjög vel í náminu hingað til, en hversu háður svona mottói ætli maður verði. Kemst maður einhverntíman út úr vítahring fullkomleikans og samkeppninni við sjálfann sig?

Allavega, að þessum hugrenningum loknum ætla ég að kveðja í bili og líta í verkefnið mitt, þar sem morgundagurinn (frídagurinn) fer í að setja saman framsögn fyrir verðlaunaafhendinguna á þriðjudaginn.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ja þú værir sko alveg verðugt verkefni í mínu lokaverkefni eheheh er sem sagt að skrifa um jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Stóra spurningin hvar jafnvægispunkturinn liggur og hvar maður nær að standa undir eigin væntingum. Gangi þér vel og góða skemmtun í fríinu ;)