28 apríl 2008

Er ekki kominn tími til að blogga

Þið verðið að fyrirgefa, en hérna hefur ekki verið bloggvænt veður undanfarið. Það er að segja, það hefur verið yfir 20 stiga hiti og sól sem þýðir útivera, útivera og meiri útivera (svona þegar maður er ekki í skólanum). Þar af leiðandi, hef ég ekki nennt að leggjast í tölvuna til að setja fréttir niður á netið :o)

Fyrst af öllu langar mig til að þakka fyrir allar kveðjurnar við síðasta bloggi. Það er rosalega gaman að sjá að einhver nennir að fylgjast með þessu þvaðri í mér hérna á veraldarvefnum ;o)

Svo langar mig til að pirra mig aðeins, svona afþví ykkur finnst svo gaman að lesa pirringinn í mér ;o)

Ég var nefnilega, eins og margir aðrir, tilbúin með tölvuskjáinn á matarborðinu hjá mér í kaffinu í gær og beið spennt eftir að bein útsending frá hæsta tindi Íslands hefðist á siminn.is. Anyhow, útsendingin hófst sem til stóð á hádegi og var þetta allt saman gert af hálfu símans til að kynna 3G kerfið á Íslandi, en starfsmenn símans tóku sig til og fóru upp á Hvannadalshnjúk með 3G símann sinn og ætluðu að senda myndir beint þaðan. Þetta fannst mér alveg stórsniðug hugmynd, að auglýsa 3G með þessum hætti og lofa þeim sem ekki hafa tök á (fallega sagt "nenna ekki") að keyra/kljúfa tindinn að sjá útsýnið og veðrið þarna uppi. Af myndunum að dæma þá hefði veðrið ekki getað verið betra, logn, frost og glampandi sól. En það sem mig langar hinsvegar til að pirra mig yfir, er að þeir duglegu starfsmenn símans, sem fóru upp á topp, voru svo ofsalega ánægðir með sjálfa sig að maður fékk ekki tækifæri á að sjá neitt nema þá sjálfa. Hversvegna ekki að auglýsa tæknina (eins og ég beið spennt eftir) með því að sýna okkur stórfenglegt útsýni og umhverfið þarna uppi frá, í stað þess að lofa okkur að horfa bara á þetta fólk þarna hoppandi og hlæjandi og öskrandi yfir því hvað þeir voru duglegir. Við getum alltaf séð þetta fólk niðri í bæ og í Reykjavík. En hinsvegar gætu þeir notað 3G til að sýna okkur eitthvað sem við getum ekki alltaf séð, Hvannadalshnjúk og umhverfið. Þá hefði verið hægt að auglýsa 3G sem tæknina sem færir okkur eitthvað sem við myndum annars ekki hafa tök á að sjá. Í stað þess að 3G færir okkur fólkið sem við getum alveg séð þó allir séu með venjulega farsíma...og hananú !!!!!! :o)


Smá myndir frá undanförnum dögum og kúnum að fljúga (fórum á síðustu helgi með Fríðu og co. að sjá kúnum hleypt út eftir veturinn).



Engin ummæli: