16 apríl 2008

Loksins vann ég eitthvað :o)

Jæja haldiði ekki að mín sé bara á leið til Kaupmannahafnar í byrjun næsta mánaðar. Já ég ætla að skella mér í höfuðstaðinn til að sjá aðra og láta sjá mig. Annars er ég boðin til Kóngsins Köben til að mæta við einhverja rosa athöfn þar sem fólk vill endilega gefa mér peninga :o)

Hljómar furðulega en þetta er nú bara vegna þess að ég og Per félagi minn vorum tilnefnd til einhverra verðlauna fyrir mastersverkefnið okkar og vorum við að fá þær fréttir að við höfum verið valin til viðurkenningar fyrir velunnin störf. Eða eins og Danirnir orða þetta:

Kære Unnur Stella Gudmundsdottir
Det er mig en glæde at fortælle, at du, sammen med Per Balle Holst, er valgt som modtager af Kandidatprisen 2008, for Jeres afgangsprojekt "Tilstandsestimering på det Vestdanske 400 kV transmissionsnet".
Prisen er på 10.000 DKK sammenlagt, 5.000 kr til hver af Jer.

Svo þessvegna er ég á leiðinni til Kaupmannahafnar 6. maí til að vera viðstödd athöfn og svo kvöldverð ásamt nánustu fjölskyldu í boði IDA og ætli maður geri sér ekki bara líka glaðan dag og reyni að skoða sig aðeins um og njóta nokkurra daga í höfuðborginni, kemur í ljós. Annars er mér boðið ásamt nánustu fjölskyldu, svo aldrei að vita nema einhver sjái sér fært að hitta okkur í Köben?

Jæja langaði bara að láta ykkur vita.
Er farin að læra og læra og læra og læra

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til lykke með viðurkenninguna :D

kv. Íris

Frida sagði...

tilhamingju sætust!!

Unknown sagði...

Til hamingju :)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með verðlaunin!

Nafnlaus sagði...

Til lykke :) Frábært að fá svona viðurkenningu og alltaf gaman að fá smá pening ;)

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með viðurkenninguna.

Kveðja Andrea og strákarnir.

Nafnlaus sagði...

Frábært!! Til lukku ;)

Kveðja
Aldís

Nafnlaus sagði...

Glæsilegur árangur hjá þér Unnur. Maður er búinn að heyra endalaus faguryrði og rósir um þetta verkefni ykkar að það er spurning um að setjast niður og lesa það í eitt skipti fyrir öll :)

Að vera með 0 kunnáttu í faginu er aukaatriði :)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta Unnur, mundu svo að sækja um styrkinn hjá Landsvirkjun í byrjun næsta árs, held að Phd nemar fái um 800þús
Kveðja í Danaveldið,
Magga