26 mars 2008

Páskafjör

Jæja þá eru páskarnir liðnir og hversdagsleikinn tekinn við.

Við vorum svo heppin að hafa tengdó í heimsókn til að sinna okkur þessum voksne og svo drengjunum. Vorum samt, að venju, blessunarlega laus við allar vinatruflanir nema eitt kvöld sem við notuðum barnapíuna og fórum í mat til Írisar og co.

Annars er heimilið að miklu leiti búið að vera í sýklahöndum. Ég náði mér í hrottalegt kvef og mikinn hósta með skemmtilegum uppköstum sökum hálsáreitis hóstakastanna og svo ákvað streptókokkasýkillinn að hösla sér völl í hálsi Mána, sem lifði páskana af að miklu leiti á pensilínkúr sem hann kúgast af.

Fengum loksins fyrsta snjóinn (þrem dögum eftir að ég setti niður sumarblómin) og voru allir fjölskyldumeðlimir glaðir með það, en amman og pabbinn hoppuðu skríkjandi út að búa til snjókarl í garðinum. Annars höfum við að mestu notið frísins heima í rólegheitum, skruppum þó í bíltúr með Limafirðinum á skírdag.

Við horfðum svo á mjög skemmtilega og fróðlega mynd í imbanum, eftir frægðartröllið Michael Moore. Þetta var fræslumyndin Sicko sem fjallar um heilbrigðiskerfið í USA og hveru mikið það er duglegt að græða peninga og drepa fólk. Allavega þá var sláandi að sjá hvernig Bandaríkjamenn sem þykjast vera fremri og betri öllum hugsa um hinn almenna borgara og eru nánast aftari þriðjaheims þjóðum í þessu. Hvernig er það.....er ekki einhver eiður sem læknar fara með.......að þeir lofi að sinna og hjúkra og reyna eftir bestu getu að hjálpa þeim sem eru þjáðir? Eða er búið að bæta við í klásuna.....svo lengi sem tryggingatröllin leyfa.
Ég hélt nefnilega alltaf að það væru bara aumingjarnir og R-listapakkið sem ekki fékk almennilega læknishjálp afþví það nennir ekki að vinna og hefur þar af leiðandi ekki fulla heilbrigðistryggingu. En ég komst að því að það eru líka þeir sem eru vel tryggðir sem ekki fá hjálp, því tryggingafyrirtækin reyna eftir fremsta megni að þurfa EKKI að borga og finna afsakanir fyrir því að manneskjan hafi ekki þörf á meðferð. Dæmi var um eina stúlku sem fékk krabbamein undir þrítugu, hún fékk ekki borgaða meðferðina þar sem hún var talin vera of ung til að geta fengið krabbamein. Önnur 3 ára stelpa var heyrnalaus á báðum eyrum og óskuðu vel tryggðu foreldrarnir eftir því að hún fengi ígræðslu í eyrun. En tryggingafélagið taldi bæði eyrun vera tilraunastarfsemi, svo þeir blessunarlega náðasamlegast heimiluðu ígræðslu í bara vinstra eyrað, ég meina hvað hefur barn að gera við heyrn á báðum eyrum? Annars sendi pabbinn þeim bréf og sagðist hafa heyrt að Michael Moore væri að hefja gerð kvikmyndar um heilbrigðisgeirann og hvernig fyrirtækinu litist á að vera með í sjónvarpsefni...........fjölskyldan fékk hringingu daginn eftir þar sem tryggingafélagið sagðist mundu greiða fyrir ígræðslu í bæði eyru. Ég meina hversu sick er þetta??????

Allavega mæli með myndinni, þó hún sé mjög einhliða og gerir allt til að sýna hversu slæmt ástandið sé......og nefnir ekki góðu hlutina. Það er samt merkilegt að sjá að þessir hlutir eiga sér samt sem áður stað meðal hins almenna borgara og ekki bara hjá letilífselskandi neðanjarðarmúg sem reynir að mergsjúa kerfið og rukka saklausa skattgreiðendur um laun fyrir að hlunkast um á rassinum og stela öllu steini léttara :o)

Jæja,
ég ætla að halda áfram að mala gull fyrir herra og frú ég nenni ekki að hreyfa mig.

....kveðjur frá Bláu hættunni

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl verið þið hálfdanir og takk fyrir kveðjurnar. Búið er að láta nafna, hans heitelskuðu og þeirra syni inn í afmælisdagbók frúarinnar. Svo verður þú bara að sannreyna að dagsetningar séu réttar. Og þið eruð svo sannarlega velkomin í heimsókn í sumar, og auðvitað fylgja pönnsur , jafnvel mýrarlæri með í pakkanum. Knús og kossar til ykkar. Frúin og hennar fjölskylda

Nafnlaus sagði...

Já það var aldeilis fjör hjá ykkur um páskana. Við höfðum það líka voðalega næs en sluppum sem betur fer við veikindi (fyrir utan smá augnsýkingu sem Birgir Hrafn er búinn að vera með lengi, fórum til læknis í gær og þá ákkúrat tók hann upp á því að vera orðinn góður af henni!).

Kveðja Andrea og strákarnir.