07 mars 2008

Vinna og meiri vinna

Já það má með sanni segja að það sé búið að vera nóg að gera hjá mér undanfarna daga. Enda er nú svo komið að ég líkist einna helst vofu frekar en nokkru öðru. Allavega þá var ég að vinna til 4:30 aðfaranótt miðvikudags, fór svo á saumanámskeið á miðvikudagskvöldið og vann svo til 4 um nóttina. Fór svo í gær á Áladívufund og vann svo í alla nótt, eða þar til við fórum í skólann fyrir klukkan 8 í morgu. Semsagt ég hef unnið þrjár nætur í röð og var svo í skólanum alla daga þess á milli (var á námskeiði í gær og í dag). Enda held ég að ég hafi verið frekar glær á dívufundinum, algerlega ótilhöfð og ósofin.

En allavega þá kláraði ég verkefnið í nótt og skilaði af mér í morgun. Fékk svo að vita áðan að þeir niðurfrá hjá fyrirtækinu voru rosa ánægðir með vinnuna, enda var ég að komast að fyrstu mikilvægu niðurstöðunum í verkefninu, sem skiptir þá miklu máli varðandi framvinduna. Svo það endaði með að vera ástæða fyrir þessum vökunóttum mínum ;o)

Annars er mjög lítið að frétta héðan nema vinna. Ég var á æðislegu námskeiði í gær og í dag. Var á námskeiði í sambandi við kennslutækni og leiðbeinandatækni. Þetta var ofsalega áhugavert og margt sniðugt sem kom fram sem ég ætla að prófa að nota í kennslunni í háskólanum.

Allavega þá er ég farin að leggja mig og reyna að vinna upp svefnleysi vikunnar.

Bestu kveðjur
Unnur Stella gegnsæ

ps. var að fá að vita að ég hef verið tilnefnd til rannsóknarverðlauna innan rafmagsgeirans vegna rannsókna og verkefna. Tilefningin kemur frá kennara í háskólanum og er vegna mastersverkefnisins míns.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú varst nú merkilega lítið glær í gær miðað við þessar vökur :) Ég get nú ekki hugsað mikið þegar svona lítið er orðið um svefn. Til lukku með tilnefninguna.

Bestu kveðjur úr næstu götu

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með tilnefninguna. Gaman að þekkja svona gáfað fólk!! Knús og kossar til strákanna þinna.
Frúin og hennar fjölskylda á Mýrum

Nafnlaus sagði...

Til lukku með tilnefninguna.

Vá maður, þú færð bara miklu minni svefn en ég. Ég sem hélt að mæður með 1 mánaða gamalt barn væru að sofa sem minnst, en greinilega ekki. Ég næ þó að sofa 2 x 3-4 klst á nóttu.

En það er greinilegt að það gengur vel með verkefnið þitt.

Reyndu nú að sofa vel næstu daga og ná upp þeirri hvíld sem þú misstir af (maður má nú ekki ofkeyra sig).

Kveðja Andrea og co.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með tilnefninguna þína. Þú átt þetta svo algjörlega skilið !

kveðja
Sveinbjörg og co

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með tilnefninguna þetta er ekkert smá alvöru!

Kv. Magga

Nafnlaus sagði...

Til lukku með tilnefninguna! þú er ótrúlega dugleg ;)
Vonandi er þér batnað

Kveðja frá gömlum nágranna

Unnur Stella sagði...

Hæ allir.

Takk kærlega fyrir allar kveðjurnar. Gaman að sjá hversu margir fylgjast með bullinu í mér.

Annars fékk ég tilnefninguna í hendurnar í gær. Þetta var voða fínt plagg með listun á ritgerðum og greinum sem ég hef svitnað og fellt tár yfir ;o)

Knús og kossar frá okkur á Blákelduvegi