24 janúar 2008

Próflok, matarát og saumaskapur

Halló halló kalló ;o)

hérna er allt fína í fréttum.

Jóhann er fastur með svuntu á BAKVIÐ eldavélina, eins og merkismaðurinn Guðni Ágústson orðar það, og reiðir fram dýrindis ítalska rétti sem væru samboðnir konungsfjölskyldu þó ekki meira sé sagt.

Ég hóf saumaskapinn í gætkvöldi og er nú bæði búin að spreyta mig á overlock vél í skólanum sem og á overlockinu á minni eigin vél og tekst bara vel til. Innan fárra daga verða báðir drengirnir mínir búnir að eignast nýjar velúrbuxur og í næstu viku er stefnt á sjóræningjabúning handa Mána mínum fyrir fastelavn.

Jóhann kláraði prófin með glæsibrag á mánudaginn og er því kominn í frí alveg þar til á föstudag í næstu viku. Svo ég er dugleg að nýðast á honum og gera allt sem mig hefur langað til í allan vetur á meðan hann fær loksins að sitja með litlu prinsunum sínum og leika við þá.
Hann er því búinn með fyrstu önnina sem leiðir hann í átt til verkfræðingsins, svo loksins er farið að vera eitthvað vit í því sem hann gerir (segir stolti verkfræðingurinn sem hann er giftur).

Við höfum líka verið dugleg í fjárfestingum undanfarið og spekúlasjónum á enn meiri framtíðarfjárfestingar. Við keyptum okkur græjur (höfum ekki átt hljómflutningstæki síðan árið 2001) og nú hljóma undurfagrir tónar um allt húsið daginn út og inn, í stað falska gaulsins í mér. Einnig fjárfestum við í göngutryllitæki fyrir Guðmund litla og í bílstól fyrir þann stutta, þar sem við áttum aldrei millistærð af stól, sem er auðskiljanlegt því við jú áttum engan bíl fyrr en fyrir tæpu ári síðan :o)

En varðandi framtíðarplön þá erum við í draumaheimi og látum okkur dreyma um að kaupa lóð og byggja hús á Íslandinu fagra. Við erum farin að skoða hin ýmsu einingahús, en þau eru í miklum gæðaflokki framleidd bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Að sjálfsögðu eru einnig á markaðnum hin margumtöluðu Kanadísku hús, en skv. jarðskjálftamati þá eru þau íslensku og sænsku víst af betri gæðaflokki (Jóhann er handviss um að það eigi eftir að koma RISAjarðskjálfti fljótlega eftir að við flytjum til Íslands og vill helst byggja neðanjarðarbyrgi í stað húss). Annars er þetta nú bara á draumanótum ennþá, þar sem engir flutningar eru fyrirhugaðir fyrr en í allra fyrsta lagi að þremur árum liðnum.

Jæja nóg í bili,
yfir og út frá Álaborginni

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ hæ,
gaman að heyra smá fréttir af ykkur (já ég er dugleg að hanga á netinu þegar ég á að vera að taka til). Hafið það sem allra best og endilega njótið nýju námskeiðanna sem þið eruð í núna.
Kv. Andrea.