14 janúar 2008

Gaman gaman

Jæja jájá við erum öll á lífi og löngu komin aftur til Álaborgar og komin á fullt í lærdóm og vinnu.

Svona í tilefni nýja ársins og þess að við höfum aldrei neitt að gera, þá erum við búin að ákveða að nýta fyrri hluta þessa árs til að fara hvort okkar eitt kvöld í viku í skemmtikúrsa. Þ.e. Jóhann er t.d. nú í þessum skrifuðu orðum að læra að gera ítalskan gúrmet mat, svo næstu daga og vikur verður ekkert annað en lostæti í matinn hjá mér, þar sem ég mun bara sitja og horfa á. Ég ætla hinsvegar að fara á skemmtisaumanámskeið og hefst það í lok mánaðarins (er einhvern sem langar með? kostar 745 dkk og er 1 sinni í viku, þetta er bæði byrjanda og fyrir lengra komna námskeið).

Annars er svosem ekki mikið að frétta hjá okkur. Jóhann er á fullu í prófum og ég held tvö munnleg próf, eitt þann 21. jan og annað þann 29. jan. Við erum reyndar að hugsa um að fara í dagsskemmtiferð til Köben. Bara svona rölta strikið, fara mögulega í dýragarðinn og njóta lífsins saman. Ætlum bara að fljúga, það er ódýrasta leiðin, og rölta um miðbæinn.

Jæja best að koma sér í móðurhlutverkið og sinna prinsunum.
Set vonandi fleiri fréttir inn í nánustu framtíð

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Snilldarhugmynd hjá ykkur hjónunum að fara í svona skemmtikúrsa!