06 júní 2007

Það er verið að grilla mig lifandi

HJÁLP, ég er að deyja. Þeir segja að það eigi að rigna pínu í dag, HVAR ER ÞESSI RIGNING?????

Mæli ekki með því að vera kasóléttur í 30 stiga hita, sitjandi innandyra að leiðrétta lokaritgerð BARA MARTRÖÐ.

Annars fór ég í skoðun í fyrradag. Kom svona lala út, allt lítur voða fínt út nema ég (go figures). En vegna of mikils álags (héldu þeir, skil ekki hvernig þeim dettur það í hug) er hækkun á eggjahvítu í þvaginu. Það fór í rannsókn hjá þeim og vonaðist læknirinn til að það yrði ekkert meira úr því. En svo hringdi ég í morgun til að fá að vita hvað hefði komið úr rannsókninni og þá eru þeir víst ekki alveg nógu ánægðir með þetta. Einhver of mikil hækkun í þvaginu svo það var sent í frekari ræktanir og rannsóknir niðri á spítala og það á að gera eitthvað svo ég fái ekki eitthvað sem heitir meðgöngusýki....eða eitthvað svoleiðis. Fæ fljótlega að vita meira, lofa að láta vita.

Annars lítur þetta ágætlega út, ég er loksins búin að ná þyngdarkúrfunni (enda líður mér eins og hval) en ég hef verið aðeins of langt undir henni að sögn ljósunnar minnar (enda ekki skrýtið þar sem, enn og aftur sökum of mikils álags, missti ég svo mikið í byrjun að ég var 53kg þegar ég var gengin 21 viku). Ég er ALVEG á lokasprettinum með verkefnið. Við prentuðum út í fyrradag og vorum svo heima í gær að lesa. Það tók frá því átta í gærmorgun og þar til hálfþrjú í nótt að lesa ritgerðina (omg. við erum búin að skrifa alltof mikið) og svo var maður mættur uppúr hálfátta í skólann í morgun. Svo nú sitjum við og leiðréttum í síðasta skipti og eftir svona 2 tíma hefst útprentun JEIJJJJJ :o)

En allavega, best að halda áfram að óhlýðnast fólkinu í hvítu sloppunum og hætta þessu pásustandi og koma sér að verki.

Engin ummæli: