20 maí 2007

Vinnudagurinn mikli

Jæja nú er sko búinn að vera frábær dagur. Veðrið var alveg himneskt, hlýtt og gott og notalegt í garðinum. Þar að auki hef ég átt bara einn af mínum bestu grindardögum í dag. Því var um að gera að nýta daginn vel og fórum við hjónakornin í heilmiklar garðaðgerðir. Við byrjuðum á því að skjótast út í havecenter í Bilka og versla okkur eins og eitt eða tvö blóm ;o) (held þau hafi verið eitthvað um 42) auk ýmissa áhalda sem okkur vantaði (meðal annars hjólbörur). Fengum öll herlegheitin fyrir ekki nema 600DKK, og vorum við með fullan bíl af blómum, skóflum, ýmsum öðrum áhöldum og mold. Jóhann sló allan blettinn og svo skipti hann um mold í blómabeðunum sem naumast hefur verið hægt að greina, meðfram blettinum okkar. Ég setti svo niður öll sumarblómin á meðan þeir feðgar drösluðust með hjólbörurnar fram og tilbaka, fullar af mold útúr garðinum og fullar af viðarspæni inn í garðinn. Viðarspónninn fór svo í beðið hjá hekkinu okkar. Þegar þessu öllu saman var lokið og við komin með rosa fínan lystigarð á bakvið hús, ákvað eiginmaðurinn að skella sér með eitt stykki bílhlass í sorpu og tæmdi þarmeð báðar geymslurnar okkar. Svo nú er bara um að gera að byrja að fylla allt aftur :o)

Annars er bara búið að vera nóg að gera í lærdómi. Ég hef ekkert annað gert en að læra undanfarið, tók mér reyndar pínu frí á föstudagskvöldið til að sinna eiginmanninum sem fengið hefur að sitja á hakanum alltof lengi, og lágum við yfir imbanum saman og borðuðum snakk og nammi, ekki slæmt það. Verkefninu fer nú að ljúka og ekki nema 18 dagar í skil. Ég hlakka ofsalega mikið til að ljúka þessum skilum af, enda verður hvíld í örfáa daga, þar sem sjálft prófið er ekki fyrr en þann 19. júní. Annars verður víst frekar einmannalegt hérna síðustu dagana í stressinu, þar sem mamma og pabbi (sem eru í Frakklandsreysu núna) koma við hérna á fimmtudag eða föstudag til að stela litla prinsinum okkar. En hann fær að vera aleinn í heilan mánuð hjá þeim á Íslandi, að leika við alla ættingjana og láta dekra við sig. Djísús hvað það á eftir að vera erfitt, ég dauðkvíði þessum tíma, þó ég viti að þetta er langbest fyrir hann þessa elsku, þar sem foreldrarnir hafa afskaplega takmarkaðan tíma í júní til að hugsa um hann og sinna honum.

Skelli inn einhverjum myndum frá afreki dagsins.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flottur garður. Annars má Jóa alveg koma við og henda úr geymslunni minni líka!!! Ég á reyndar við þann vanda að etja að ég kann ekki að henda drasli, en við erum aðeins að vinna í því. Það verður víst e-r herferð þegar við verðum búin að fá nýju hillurnar og rúmið. :)

Já vá það verður skrýtið fyrir þig að hafa Gunnar Mána í heilan mánuð á Íslandi en ekki veitir af þar sem þú getur ekki sent hann í pössun til ömmu og afa um helgar þegar lærdómurinn er sem mestur. Maður áttar sig bara ekki á því hvað maður er heppin með slíkt hérna heima. Getur vel verið að við Ásgeir Valur kíkjum á hann þegar hann er á klakanum. Það er aldrei að vita.

Kv. Andrea.