05 maí 2007

Tívolíferð í sólinni

Enn er sumar í Danaveldi. Það á víst ekki að fara að rigna fyrr en á mánudag held ég. En ég verð nú eiginlega að segja að ég hlakka pínu ponsu til, afþví það er svo hræðilega leiðinlegt alltaf að sitja inni yfir tölvunni og reiknivélinni þegar það er svona gott veður úti. Vona samt að það kólni ekki, bara komi pínu ský og kannski 1 eða 2 dropar :o)

Annars er ég búin að vera voðalega dugleg að hlýða og fara vel með mig og hef ekki hjólað í marga marga daga núna, alltaf bara keyrandi í bílnum. Sem er eiginlega hálf hallærislegt, afþví ég bý í 5mín hjólafjarlægð frá skólanum. En svona er nú það, ég verð þá bara að vera hálf hallærisleg ;o)

Mér var reyndar farið að líða svo vel í morgun að við ákváðum að skjótast í pínu göngutúr saman og fara í tívolí og vorum svo heppin að njósnararnir okkar hérna á móti (í nr. 59) voru í sömu hugleiðingum, þannig að við skelltum okkur bara öll saman í sumargöngu í tívolí. Það var ofsalega gaman og mikið fjör. Gunnar Máni og Rakel nutu sín alveg í botn og fóru í endalaust mörg tæki. Það gekk bara vel að rölta þetta niðureftir og uppeftir aftur, en ég hefði nú kannski samt sem áður átt að taka því aðeins meira rólega, þar sem grindin er aðeins lélegri og ég er með einhverja pínu seyðingssamdrætti. Ætla að liggja í leti í rúminu í kvöld til að þessir samdrættir verði ekki að neinu veseni. Ég hef ekki tíma í barneignir fyrr en eftir 19. júní :o)


Allavega knús og kjass frá hlassinu í Næssundvej 78


Engin ummæli: