03 maí 2007

Meðgönguvæl og skólaupdate

Jæja það hlaut að koma að því. Nú er ég víst búin að hafa nokkrar úberdúber góðar meðgönguvikur, og þá ákvað grindin að gefa sig aftur. Mögulega á ég sökina að einhverju leiti þar sem ég hef ekki verið alveg nógu dugleg að passa mig og kannski hjólað aðeins of mikið undanfarið, en eitthvað verður maður að gera til að halda aftur af kílóunum. Allavega þá er ég búin að vera að fara versnandi með degi hverjum síðan í fyrradag og er nú svo komið að ég get varla gengið í dag. Þetta er ekki bara útaf þessum ægilega skemmtilegu grindarverkjum sem ég þekkti svo vel síðast líka, heldur hefur eitthvað gengið til, því vinstri fóturinn bara vill ekki lyftast. Það er eins og beinið hafi færst eitthvað til, svo ég get bara lyft honum mjög takmarkað, þetta veldur að sjálfsögðu einkar fyndnu og skemmtilegu göngulagi hjá frúnni ;o)

Annars er ég að fara í 30 vikna skoðun þann 9. maí og ætla að láta tékka á því hvort þetta sé eitthvað óeðlilegt. Þetta er orðið svo miklu verra en síðast, en það var reyndar búið að vara mig við: “einu sinni grindargliðnun, alltaf grindargliðnun og versnandi með hverri meðgöngu”. Mér finnst bara verst hvað þetta heftir mig í hreyfingunni, vil helst ekki bæta mikið meira á mig (vigtaði mig í fyrradag og þá voru komin 7,5 kg). Eitt gott við þetta er þó, að ég fékk einkar góða afsökun fyrir að eyða morðfé í nýjan stól og sit ég því í kóngasæti í skólanum núna (tók nýja stólinn minn í skólann og tek hann svo bara heim í vor, afþví næsta haust mun ég hvorteðer sitja heima og vinna og þá er nú ekki verra að eiga kóngastól).

Annars er voðalega lítið að frétta hérna frá okkur í Álaborginni. Verkefnið gengur ágætlega og er orðið heilar 200 síður. Ég er búin með fyrsta hlutann minn sem snýr að observability analysis, en þar sem efnið og upplýsingarnar eru hernaðarleyndarmál og ritgerðin verður stimpluð í bak og fyrir sem leynilegt skjal (vegna upplýsinga frá fyrirtækinu), þá má ég ekki segja hvað niðurstaðan úr observability analysis gefur. Hinsvegar gekk það vel og teorían sem ég notaði virkaði vel til að framkvæma þessa analysis. Þar að auki tókst mér með einhverjum undraverðum hætti (einhver engill sat yfir mér þann daginn) að þróa nýja teoríu og betrun á algórithma til að finna critical measurements og fækka/eyða þeim. Svo við erum þegar komin með ákveðið nýtt í verkefnið. Per er að vinna við að setja upp state estimation í MATLAB og notumst við einnig við nýja leið þar, sem reyndar er ekki af okkar vegum heldur þróuð út frá statistical reikningum. Mjög skemmtilegur og einstaklega ruglandi method (allavega var ég lengi að koma mér inn í það sem hann var að gera). Ég er svo komin í verkefni númer tvö sem er að skoða möguleikana á að nota fasamælitæki í kerfinu til að bæta “state estimation” og það gengur bara vel. Ég er búin að finna frábæra grein sem útskýrir hvar best sé að staðsetja svona mælitæki þegar effect (P og Q) mælingar eru til staðar í netinu. En það er búið að skrifa svo margar greinar um það efni að við ákváðum að gera það ekki að umfangsefninu, heldur erum við aðeins að prófa ótroðnar slóðir og sjá hvernig við getum betrumbætt observability og state estimation með því að notast við 1-2 fasamælitæki. Það er rosalega spennandi að skoða og er ég búin að setja upp hermi í MATLAB fyrir IEEE 14-bus test kerfið og búin að sjá að þetta gefur mun betri niðurstöður en að notast við bara P og Q mælingar. Næsta skref er að prófa þetta á 400 kV netinu hérna á Jótlandi og Fjóni. Ég býst við að byrja á því í byrjun næstu viku. Þar á eftir er svo að byrja að testa og leika með herminn sem við erum að setja upp og sjá hvaða skemmtilegu niðurstöður við getum fengið ;o)

Við eigum að skila 7. júní og erum búin að fá vörnina okkar 19. júní, svo vonandi upp úr hádegi þann 19. júní ætti ég að vera orðin meistari (þó ég fái ekki sjálft skírteinið fyrr en 29. júní) :o) Gaman gaman.

Well, sorry með allar sletturnar, en ég er bara einfaldlega OFSALEGA léleg í íslenskum tækniorðum.

Farin út í sólina að borða ís.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Farðu nú varlega með þig og gangi þér vel með verkefnið.
Þetta hljómar allt voðalega fullorðins;)

Nafnlaus sagði...

Farðu nú vel með þig svo að þú getir nú gengið síðasta mánuðinn líka. Annars hljómar þetta með verkefnið þitt spennandi, bara verið að finna upp eitthvað alveg splunkunýtt, svaka spennandi.
Allavega, "break a leg" með verkefnið.
Kv. Andrea.

Magga sagði...

Ohh hvað ég finn til með þér, mér leið illa en ég veit að þetta er helmingi meiri verkir hjá þér.

Nú er bara að fara vel með sig þar sem verkirnir koma alltaf eftir álag, las það á netinu sko...

Unnur Stella sagði...

Takk stúlkur mínar, ég skal reyna að fara vel með mig, eins mikið og ég get :oÞ

Magga mín, þín vegna vona ég að verkirnir hjá mér séu meiri en hjá þér. En annað væri nú líka bara svindl, þar sem þú hefur víst um nóg annað að hugsa.

Jæja farin út í sólina