09 maí 2007

30 vikna skoðun

Jæja þá er ég búin að fara í 30 vikna skoðunina.
Allt lítur vel út, nema ég er víst aðeins of þreytt og reyni of mikið á mig (eins og venjulega). En ef ég tek mig ekki á núna á ég víst á hættu að koma fæðingu af stað (sem er ekki leyfilegt fyrr en eftir 19. júní vegna prófanna). Svo nú á ég að hætta að hjóla og ganga eitthvað minna og í hvert skipti sem ég fæ samdrætti verð ég að setjast niður, loka augunum og róa hugann, eða leggjast niður í rúmið ef hitt virkar ekki. Ef samdrættirnir fara svo ekki að minnka við þetta, þá er eitthvað stopplyf og sjúkrahúslega sem á að koma í veg fyrir ótímabæra fæðingu, en við ætlum nú ekkert að láta fara út í það, svo núna sit ég bara og læri, eða ligg með tölvuna uppi í rúmi. Mér finnst þetta nú líka frekar fyndið, þar sem ég geri ekki annað en að sitja allan daginn í skólanum og hreyfi mig ekki spor, hef nú ekki einu sinnihjólað síðan í síðustu viku. Ætli það endi ekki með því að ég verð á fullu fram yfir vörnina að vinna í að halda í mér, og svo loksins þegar ég má fara að fæða, þá hættir barnið bara við og ég geng fram yfir eins og síðast. Miðað við mína heppni kæmi það mér ekki á óvart.

Barnið er allavega búið að snúa sér og koma sér þægilega fyrir með höfuðið niður á við. Það er orðið 1 og hálft kíló að þyngd og c.a. 25-30cm. Gunnar Máni var rúm 4 kíló og 54 cm, og telur ljósan að miðað við stöðuna í dag verður þetta barn af svipaðri stærð. Ég skráði mig í vatnsfæðingu og á því von á dýrindis baðkari/sundlaug þegar ég mæti á fæðingarstofuna. En þar sem ég er vatnssjúk og það er ekkert í heiminum sem ég sakna meira en að eiga baðkar, þá er ég vonum mjög spennt að fá að prófa þetta ;o)
Mér hefur víst líka tekist ágætlega með kílóin, en ljósan sagði að miðað við þyngdina við upphaf meðgöngu, stærð barnsins og kúlunnar (með vatni og legköku) núna og þyngdar minnar í dag, þá hef ég sjálf misst einhver örfá kíló. En ætli það breytist nú ekki fljótt ef ég verð að hætta að hreyfa mig og gerast örkumla óléttusjúklingur. Vonum bara það besta, annars er hver sá sem nennir velkominn í þrekæfingar og vagnahlaup með mér í júlímánuði :o)

Allavega þar hafiði svolítil meðgöngu update, en ég er farin að leika mér í MATLAB, það er alveg ótrúlegt hvað það er gaman að vera til og að læra þegar hlutirnir manns eru farnir að virka og maður er bara að leika sér í að breyta og plata forritið :o)

Kveðja frá ólétta lærdómssjúklingnum

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ hæ
gott að heyra að litli molinn er búinn að snúa sér, svo er bara eins og þú veist náttúrulega að fara vel með sig. Lýsingin á fætinum hjá þér er eins og ég var. Einmitt mjög skemmtilegt göngulag!!
Bið að heilsa í bili og svo kemur litli gullmolinn bara 07.07.07!!! Stefnum á það.