29 apríl 2007

Áframhaldandi sumar í Ålborg

Jæja, ætli það sé ekki löngu kominn tími á nýtt blogg :o)
Hérna leikur sumarið enn við okkur. Ég get allavega sagt það að ákkúrat núna er ég flúin inn útaf of miklum hita, og ég veit ekki hvernig ég á að lifa júlímánuð af. Það á að vera enn heitara og ég verð komin alveg á steyperinn, djísús hvað ég hlakka ekki til.
En anyways, við erum svona búin að bralla margt og mikið undanfarið. Fórum t.d. í hópkosningaferð um daginn. Við hér í 78 og þau á móti í 59 fórum öll sömul saman og kusum okkar flokk, það er nú svo þægilegt, þar sem við erum öll með frekar sterkar skoðanir á þessum málum, að þá erum við öll sammála um okkar skoðanir og styðjum að sjálfsögðu við bakið á sama flokki, svo ekki er mikið um þrætuefni í stjórnmálaumræðum þessara tveggja fjölskyldna ;o)
Svo erum við búin að vera að njóta sólarinnar, ýmist með ísleiðangrum, útisólböðum, innilestri eða öðru. Ég fór nú reyndar á fredagsbar með strákunum á föstudaginn og við vorum víst ekki þau einu sem ætluðum að njóta útiverunnar með öl (eða Coke) í hönd. Því allt svæðið umhverfis kantínuna og tjörnina okkar var pakkað af fólki sem lá og sat út um allt og sleikti sólargeislana. Á föstudagskvöldið fórum við svo í mat og spil yfir til Írisar og Bó og fengum þennan dýrindis mexíkóska rétt ummmmm..... takk aftur fyrir okkur. Fyrsta spil kvöldsins var pictonary og var skipt upp í lið, stelpur á móti strákum. Stelpurnar stóðu sig að sjálfsögðu frábærlega, en sökum einstakra teiknihæfileika drengjanna, þá sérstaklega hreyfiteiknihæfileika, tókst þeim rétt að merja út sigur í þetta skiptið. En við létum ekki þar við sitja heldur skelltum okkur einnig í eitt scrabble spil, again stelpur á móti strákum. Þar sem orðabókin var ekki leyfð í þetta skiptið (sökum mikils svindls ónefnds aðila síðast) ákvað Jóhann að þetta væri ekkert gaman og lygndi aftur augunum, á meðan hann lét "stakkels" Bó sitja einan að orðamyndun á móti snilligáfu okkar yfirdívanna. Svo að sjálfsögðu gat þetta spil einungis endað á einn veg, eða með yfirburðarsigri betri helminganna :o)
Í gær vorum við svo heppin (eða þannig) að Gunnar Máni var búinn að ná sér í sumarflensu og var kominn með hita, svo við vorum innandyra með hann allan daginn, utan pínu verslunarleiðangurs sem við píurnar í nr. 78 og 59 fórum í. Við rétt skutumst út í Bilka og Jysk og nældum okkur í nokkrar nauðsynjavörur og brunuðum svo heim á leið í sólina.
Dagurinn í dag hefur svo verið alveg geggjaður. Í morgun fórum við í göngutúr með nesti og stoppuðum lengi á róló með prinsinn, sem fékk að fara út þrátt fyrir kvefið og hitann í gær. Hann fékk þó að vera í síðbuxum og síðerma bol, á meðan mamman spókaði sig um í stuttermabol og stuttu pilsi, og litlu mátti muna að hún læki niður úr hita. Síðan seinnipartinn höfum við hjónakornin setið saman í c.a. 30 stiga hita í garðinum með sólgleraugu í andlitunum og skólabækurnar fyrir framan okkur. Það er bara einfaldlega ekki hægt að sitja inni í þessu veðri, nema þá þegar manni er orðið ALLTOF heitt og þarf að komast í kuldann. En það virðist nú vera sem svo að sumarið sé komið hingað til okkar, því skv. DMI núna, á hitastigið að haldast þetta í og yfir 20 gráðurnar út næstu viku (sem þýðir áframhaldandi 25-30 gráður í garðinum), engin rigning (svo Jóhann fær að halda grasvökvuninni 2 á dag áfram), en eitthvað á að draga fyrir sólu, þar sem ekki á að vera áfram heiðskýrt, heldur hálfskýjað frá og með þriðjudegi. Semsagt áfram hiti og sól og vonandi sem mest af lærdóm utandyra.
Skelli inn nokkrum sumarmyndum með að gamni, farin aftur út í sólina.

Ég elska skype

Í göngu/hjólatúr með kúluna út í loftið

Maðurinn og hundurinn að njóta sólarinnar

Engin ummæli: