15 apríl 2007

Sumarhelgi

Jæja nú er sko búin að vera sumarblíða sem við höfum notið síðustu daga. Það hefur verið ofsalega erfitt að einbeita sér í lærdómi þegar er yfir 20 stiga hiti útifyrir og sólskin. Endaði með því að við skruppum (ég og strákarnir) á fredagsbar rétt um klukkan 3 á föstudaginn og sátum þar til að verða hálffimm, ég með kók og þeir með öllara, fyrir utan kantínuna. Við vorum ekki þau einu, en allt í kringum kantínuna og tjörnina var fólk að sötra öl og snæða snakk.
Eina leiðin fyrir mig til að halda einbeitingu um helgina hefur svo verið með því að læra utandyra í sólinni. Það er bara ekki hægt að sitja inni og horfa útum gluggann, þegar ALLIR eru úti.
Fórum svo á ströndina í dag, sem var alveg GEGGJAÐ. Ekkert smá flott að vera þann 15. apríl í stuttu pilsi og hlýrabol að spóka sig í skeljasandi og vaða í sjónum. Lífið bara gerist ekki betra. Annars á aftur að kólna á þriðjudag, besti dagurinn á að vera á morgun og svo ekki nema 10 gráður á þriðjudag. Skelli inn örfáum sumarmyndum hérna, en mun meira er að finna á heimasíðu prinsins.
Verið að færa mömmu sinni blóm


Hitastigið í skugga klukkan 17 á fimmtudegi

27 vikna bumba að leika við prinsinn á ströndinni

Hjónakornin í sjálfsmyndatöku

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já takk má ég fá smá, það er spáð rigningu út vikuna;(

Unnur Stella sagði...

Jú, ef ég gæti sent þér sýnishorn, þá myndi ég sko gera það :o)

Annars getið þið huggað ykkur við að það verður skítkalt á morgun. Hitinn á að lækka niður í bara 10 gráður og byrjar ekki að stíga aftur fyrr en um næstu helgi :o(