Já það hefur sko verið nóg að gera nú um helgina. Í gærmorgun lögðumst við í leiðangur og fórum í tvær búðir, fyrst Dreisler og svo Fötex. Á leiðinni í Dreisler hittum við svo nágranna okkar Írisi og Björgvin með börnin.
Í tilefni þess að Ívar litli varð eins árs í vikunni fórum við svo í kökuboð til Írisar og Björgvins í eftirmiðdaginn og létum dekra við okkur með gosi, heitum rétti og súkkulaðiköku, ekki slæmt það. En svona af því að við hittum aldrei og borðum aldrei saman. Þá fengum við einmitt líka matargesti örfáum klukkustundum síðar, þegar já alveg rétt Íris og Björgvin komu yfir til okkar í mat og spil. Hámuðum í okkur íslenskt lambalæri og svo súkkulaðifondue í eftirrétt. Jóhanni tókst að vinna Scrabblið að þessu sinni, enda ekki skrítið þar sem hann var límdur í orðabókinni allt kvöldið. Svo núna í dag, til að gera okkur glaðan dag og gera nú eitthvað saman. Þá skruppum við fjölskyldan á Næssundvej 78 með fjölskyldunni á Næssundvej 59 (Íris, Björgvin og co) alla leið út í Nørresundby og fengum okkur skemmtilegan sundsprett og örfáar rennibrautaferðir. Enduðum svo þetta frábæra ferðalag á síðbúnum hádegismat á Mc. Donalds. Þetta gekk svo vel að við gengum fram af börnunum, þ.a. á leiðinni heim rotaðist Gunnar Máni á öxlinni á pabba sínum og rumskaði ekki við neitt, Ívar svaf sínu værasta í vagninum og Rakel barðist við að reyna að halda augunum opnum í fanginu á pabba sínum. Svo það má segja að ferðin hafi verið vel heppnuð með eindæmum.
Af veðurfréttum er hægt að segja að við séum komin í hið óútreiknanlega íslenska rok, með minniháttar snjókommu, sólskyni, rigningu og hagléli og erum við því öll að sjálfsögðu fegin (NOT), og af öðrum málum er það að frétta að ég er búin að fá samninginn, skrifa undir og hann fer í póst á morgun. Svo er ég að þræða alla banka- og lánastofnanir Álaborgar til að leita að bestu kjörum, þ.a. við getum keypt okkur bíl (jeijjjjjj!!!!!!). Annars bara til að láta ykkur vita, þá er BANNAÐ að kvarta undan slæmum kjörum og háum sköttum á Íslandi. Ég get bara sagt ykkur það að ég þarf að borga hvorki meira né minna en 50% í skatt hérna og allar mínar tekjur hverfa ofan í letingja sem hanga heima á sócialnum og nenna ekki að hreyfa á sér rassgatið og fá allt borgað ofan í sig og á. Yes sjúkrahúskerfið er frítt, en by the way, það er MIKLU betra á Íslandi og ég er miklu ánægðari með læknakerfið þar heima ÞÓ ég þurfi að borga 1200KR eða hvað það nú er til að skreppa til heimilislæknis eða á vaktina, og læt svo mína 38% eða minni skatta nægja (munurinn á 38% og 50% af mínum launum eru ANSI margar 1200kr læknisferðir!!!!!! allavega fleiri en ég mun nokkru sinni á minni ævi þarfnast, sérstaklega þar sem alvarleg veikindi og aðstoð á Íslandi er frítt). Svo ég er MIKIÐ bitur í dag útaf hrikalegu sócíal kerfi sem er næstum í grænrauða átt vitlausra pólitíkusa á Íslandinu góða. Vona að svona vitleysa verði ALDREI tekin upp þar. Hérna er líka enn toppskattur sem er takk fyrir 70%, en á milli þessara 50% og 70% skatts, eru ansi margir (flest allir verkfræðingar) sem fá leyfi til að borga 63% í skatt. Fyrir utan það að hérna í Danmörku eru bílar að meðallagi þrisvar sinnum dýrari en heima, jafn dýrar tryggingar, dýrari bifreiðagjöld, auka vegagjald, sama bensínverð (oft þó dýrara en heima) plús í þokkabót auka skattur á öllum aukahlutum í bíla, hvort sem það er óþarft bassabox í skottið eða auka öryggisbúnaður svo sem loftpúðar, bílbelti og barnabílstólar!!!!!! Þetta er bara djók kerfi. ÉG ELSKA ÍSLENSKA KERFIÐ.
Dónaorð scröbbluð fram eftir nóttu
Jóhann á kafi í orðabókinni
Allir hressir á leið í sundferð
4 ummæli:
Takk kærlega fyrir alla samveruna um helgina, þetta var æðislegt. Það er alveg brilliant að sjá að það náðist mynd af Jóa þarna með orðabókina í fanginu ;).
Ég held bara svei mér þá að þú ættir að pósta seinni hluta þessarar færslu á barnaland og sína þessum sveittu, bitru húsmæðrum að það er margt gott við kerfið okkar heima á Íslandi. Eða þá bara benda þeim á að drulla sér hingað til DK og fara að lifa á bótum og drekka hérna með grænlendingunum hjá Dreisler.
Í guðanna bænum ekki gera það - nóg er af íslendingum á "sósíalnum" hér. Það er ekki að ástæðulausu að Íslendingar eru kallaðir Tyrkir á sumum stöðum í Danmörku!
En bensínið er nú yfirleitt ódýrara og er ódýrast á sunnudagskvöldum. Fínt að taka ís-rúnt þá!
Varahlutir eru líka ódýrari, svona ef eðalkagginn skyldi bila.... aukahluti hafið þið ekkert að gera með enda alveg nógu töff bara sjálf..
kær kveðja
Dísa
p.s. Þessi bloggfærsla minnir mig óneitanlega á bloggfærslur annars íbúa Næssundvejar!! ;)
Hahahaha,
það er nú orðið slæmt ef farið er að líkja mér við ágæta Danavin okkar sem er svo glaður með kerfið hérna og talar ALDREI illa um konungsríkið Danmörku ;o)
Nei ætlunin var nú ekki að líkjast honum, en ég er bara enn svo PISSED yfir þessum sköttum sem ég þarf að borga :o)
Bið að heilsa á Pointið.
Nú er forvitnin í hámarki, um hvern ræðir sem verið er að líkja þér við Unnur mín?
Skrifa ummæli