Ætli þetta bumbukríli verði minna en Gunnar Máni (hann var rúmlega 4 kg og 54 cm). Annars fyrir þá sem hafa gaman af ágiskunum, þá er hann Gunnar Máni búinn að ákveða að þetta sé stelpa, ekki veit ég hversvegna. En við erum ekki búin að fara í sónar (þar sem tímanum mínum síðasta fimmtudag var frestað vegna ófærðar), þannig að við höfum ekki hugmynd. Svo nú er kosningaborðið opnað og endilega baulið ykkar ágiskun :o)

8 ummæli:
Stelpa :D
Mitt atkvæði fer í stelpu :)
Mig langar að segja strákur til að segja annað en jói og lára en ég held að ég segi líka stelpa eins og þau:)
Vá hvað er mikill munur á bumbunum þínum, ég hélt að seinni bumbur væru alltaf stærri en sú fyrsta :) en hvað veit ég!
Ég ætla að herma og segja að þetta sé stelpa!
Vá, ég sé að ég er í minnihluta þar sem ég hef verið föst á því síðan ég varð ólétt að þetta væri strákur ;o)
Vá Sveinbjörg, ef seinni kúlur væru alltaf stærri en þær fyrri, þá gæti ég ekki staðið í lappirnar fyrir þyngslum :o)
Annars er hún að öllum líkindum svona lítil núna afþví ég er búin að vera svo lengi og mikið veik. Það er ekki nema rétt vika síðan ég byrjaði að þyngjast.
Mín tilfinning hefur hingað til sagt strákur. Ég sé þig Unnur mín bara hreinlega fyrir mér sem strákamamma þannig að strákurinn fær mitt atkvæði :)
Ég segi stelpa, því það er svo gaman að fá bæði kynin. Hvað segir annars hjartslátturinn? Er hann yfir 140?
stelpa stelpa stelpa..
Skrifa ummæli