25 febrúar 2007

20 vikna hvalur á landi

Jæja þá er maður komin 20 vikur og hálfnaður með meðgönguna (óformlega ætla ég mér samt að eiga daginn sem ég er komin 38 vikur, svo miðað við það er ég rúmlega hálfnuð ;o) )

Allavega í tilefni þess sagði ég bless við dökkbrúna háralitinn (sem raunverulega var orðinn að íslenskum gangstéttarlit) og tók upp fullkomlega svartan lit. Ágætlega ánægð með það, enda verður maður að reyna að gera eitthvað fyrir útlitið þegar maður er á góðri leið með að breytast í fituhlunkahval :o( (Aldrei get ég verið ánægð, fyrst var ég ósátt við það að léttast bara og grennast verandi komin fram í 4 mánaða meðgöngu, og nú finnst mér ég bara vera að breytast í hval)

Anyways, læt eina mynd af svarthærða hvalnum fylgja með, auk fína snjóhússins okkar (fleiri snjómyndir má finna á heimasíðu prinsins)



2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið svakalega ertu sæt:)
Svarti liturinn og óléttan fara þér vel!

Unnur Stella sagði...

Æi Ólöf þú ert svo sæt í þér ;o)
Hvernig ætli þú tækir þig út með dökkt hár. Ætli það væri hægt að þekkja ykkur systur í sundur?

Bíð spennt eftir að sjá myndir af kertaveggnum flotta.