21 febrúar 2007

Getur snjóað í útlöndum?

Í morgun þegar ég vaknaði var ágætur reykvískur snjóstormur hérna í Álaborg. Svo ég ákvað nú að þrjóskast við og klæddi okkur mæðgin og setti hjálm á drenginn og lagði svo af stað á hjólinu. Ég komst nú fljótt að því að þetta væri meira en ágætur stormur og endaði með því að ég þurfti að leiða hjólið, með mína tösku (nýþunga) á bakinu, hans tösku í körfunni og hann sjálfann í stólnum. Það sem venjulega tekur mig 5mín að bruna á hjólinu niður brekkuna og til hennar Lone dagmömmu tók mig nú 25 mínútur (íkjulaust). Svo þegar þangað kom og búið að klæða drenginn úr öllum vetrarbúningnum ákvað ég nú að fyrst ég komst þetta þá gæti þetta varla verið verra og hjólaði af stað sem leið lá niður í skóla. Sem betur fer er betur hugsað um okkur háskólanemana en fólkið í hverfinu mínu, svo það var að töluverðu leiti búið að ryðja snjóinn (fyrir utan það sem kom strax útaf snjókommu), svo ég gat nú hjólað megnið af leiðinni, í 1. gír. Loks u.þ.b. klukkutíma eftir að ég hafði lagt af stað að heiman var ég komin í skólann (tekur mig venjulega 15-20mín með því að skila Gunnari Mána og klæða hann úr og kyssa bless). Svo leið dagurinn og ég var nú ekkert að velta neinu veðri fyrir mér heldur var önnum kafin við lærdóminn. Svo fór að líða að því að klukkan yrði þrjú og ég tók eftir því að veðrið var búið að versna um allan helming, svo ég ákvað nú að vera svolítið sniðug og leggja af stað um þrjú svo ég yrði nú örugglega komin fyrir fjögur að sækja barnið. Ég lagði af stað út og ætlaði að setjast á reiðhjólahestinn og viti menn, gleymdi hjólalyklunum í vasanum á jakkanum sem ég var í í gær. Svo ekki þýddi að taka hjólið, sem kannski var ágætt því ég hefði ALDREI komist heim klakklaust með hjólið í eftirdragi. Allavega ég lagði af stað á tveimur jafnfljótum. Það gekk svona prýðilega í storminum (sem var alltaf að versna) þangað til mér tókst að FLJÚGA (í bókstaflegri merkingu) á hausinn. Ekki tókst nú betur til en svo að það heyrðist og ég fann mjög óþægilegt *klikk* í grindinni sem í minni síðustu meðgöngu fór frekar illa í grindargliðnun. Úff, það var svolítið erfitt að standa upp, en að byrja að leggja af stað heim labbandi omg. djös. helv. grindin komin í klessu og ég að drepast. Anyways, afþví ég er nú alltaf svo vitur fyrirfram, enginn strætó að ganga útaf veðrinu og hjólið læst (og hefði ekki komist áfram í sköflunum og hálkunni) þá labbaði ég af stað, en hugsaði þó út í það að ég gæti ekki borið drenginn upp brekkuna í þessu veðri og þar sem skaflarnir voru að hrannast upp og næðu honum að öllum líkindum nánast upp í mitti, þá hringdi ég í minn ástkæra eiginmann sem sat veikur heima. Hann tók sig til og dúðaði sig allan upp, tók snjóþotuna og hundinn og lagði af stað á móti mér. Ég komst svo að lokum "nánast" klakklaust til Lone (rétt náði klukkan 4), klæddi drengin í öll föt og aukaföt sem hann var með og lagði af stað heim á leið. Hann gat að sjálfsögðu ekki labbað (og varla andað útaf veðrinu) svo ég varð að klöngrast með hann og tvær töskur í fanginu, að drepast í grindinni og bakið að gefa sig líka, yfir alla snjóskaflana og á móti storminum sem alltaf var að aukast. LOKSINS sá ég þessa líka ÆÐISLEGU sjón, maðurinn minn mættur í miðri hríðinni með snjóþotuna í höndinni. Hann tók barnið og dró það á þotunni (sem varði sig með höndum í andlitinu þó svo hann væri með trefil vafðan fyrir öll vit), hundinn í hinni hendinni og setti töskuna mína á bakið. Svo klöngruðumst við saman af stað upp brekkuna. Það gekk bara vonum framar, fyrir utan grindina sem hefði frekar óskað sófasetu með lappir upp í loft, en að ég væri að klöngrast í hnéháum sköflum á móti stormi og upp í móti í þokkabót (stigar og brekkur). Komumst þó að lokum heim á leið og nú sit ég hérna með lappir LOKSINS upp í loft, væli yfir aumyngjanshættinum mínum í þessari $%#$%"$% grind og sé ekki einu sinni heim til Írisar fyrir veðrinu (það er einn skitinn sandkassi á milli okkar).



Var síðan að frétta núna að herinn er á fullu hérna á svæðinu að hjálpa fólki og er kominn með snjóplóga framan á alla skriðdrekana sína til að reyna að stemma stigu við snjónum. Það á nota bene að snjóa fram að helgi.



Svo gott fólk, jú það getur sko vel snjóað í Danmörku líka.



Íris býr í húsinu með ljósinu



10 eftir að Jói mokaði að ruslinu. Þetta á að heita BORÐ þarna undir snjóskaflinum

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úff, þetta var nú meira ævintýrið. vonandi voru þetta ekki einhver langvarandi meiðsl í grindinni.
Kv. Andrea

Nafnlaus sagði...

Storminn lægði og skýjin skildust í sundur þegar ég gekk inn í sjónmál hennar, sólin skein niður á okkur, ég klifjaði mig með öllu sem hún hafði og við gengum síðan heim á leið. . . snjórinn bráðnaði einungis við að ég kom nálægt honum og blómin spruttu upp við hvert fótspor mitt.

Unknown sagði...

Jói, þú ættir að verða rithöfundur hehehe þvílíkar lýsingar :p

Nafnlaus sagði...

Snjókoman í Danmörku er m.a.s. komin í blöðin hérna heima: http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1255151

Ég vona að þú haldir þig bara heima við í dag.

Kv. Andrea.