23 febrúar 2007

Ég er SVOOOOOOO heppin

Já það virðist ekkert lát á sjókommunni hérna í Álaborg og nágrenni. Skv. þeim fréttum sem ég hef séð og heyrt þá er ástandið víst verst hérna á norðausturströnd Jótlands, svo það eru vonandi ekki mikið fleiri stórborgir en Álaborg og Árósar sem hafa orðið svona illa úti. Það sem ég hef heyrt af fréttum hérna í nágrenninu, er að eitt banaslys hefur orðið í umferðinni sökum veðursins og allavega tvær konur hér í Álaborg fengu að eiga börnin sín í sjúkrabílum í gær sökum þess að sjúkrabílarnir sátu fastir í snjónum en hvorki konunum né börnunum varð víst meint af, sem betur fer ætti að vera kominn 30 stiga hiti og sól þegar von er á mínu barni ;o)

Annars er vel hægt að segja að heppni fylgi mér hvert fótmál. Eins og þeir sem hafa fylgst með blogginu vita, varð ég ansi illa fyrir barðinu á veðrinu í fyrradag þegar mér tókst að detta á grindina í snjónum og koma þar með grindargliðnun af stað (Jeiiiii!!!!). Í gær snjóaði svo enn alveg brjálæðislega mikið og kom annar stormur uppúr miðjum degi, svo við litla fjölskyldan héldum okkur bara heima við og drukkum heitt kakó og nutum þess að vera saman innan dyra í þessu. Í morgun ákvað ég svo (enn íslenska þrjóskan) að drífa mig í skólann. Var ekkert að hafa fyrir að hlusta á fréttir en dreif mig út í strætóskýli og ætlaði að freista gæfunnar, það fór svo að strætó kom ekki. Gunnar Máni fór þó á snjóþotunni til dagmömmunnar, en snjóþotan er eini mögulegi ferðamátinn fyrir litla fætur (sumsstaðar á göngustígunum eru snjóskaflarnir á við mína hæð svo það þarf að skríða yfir þá). En nóg um það, mér tókst hinsvegar í snjónum og á svellinu að detta AFTUR á hausinn. Í þetta skiptið var ég hinsvegar viðbúin og ætlaði ekki að detta á grindina, mjöðmina, magann eða neitt annað sem gæti haft versnandi áhrif á grindarástandið, eða á barnið. Svo viti menn.......ég datt á öklann. Yes, lucky me. Nú sit ég heima með lappir upp í loft, eða réttara sagt eina venjulega löpp og eina fílalöpp. Ég má ekki stíga í vinstri fótinn því það eru möguleikar á að mér hafi tekist að bráka beinið. Talaði við lækninn áðann, fóturinn er samt svo bólginn að það er ekkert hægt að gera (nota bene, ég er ófrísk og má ekki taka bólgueyðandi líkt og íbúfen, parkódín eða annað. Einungis panódíl í boði fyrir mig). Það er ekki hægt að mynda fótinn á meðan hann er svona bólginn, fyrir utan að við eigum ekki bíl til að komast á slysastofuna (og myndum heldur ekki komast þangað ættum við bíl), strætó keyrir ekki, leigubílar keyra ekki og sjúkrabílar eru einungis notaðir í neyð þar sem þeir eru líka að festast og því verða þeir allir að vera tilbúnir komi eitthvað alvarlegt fyrir. Svo ég sit með fótinn upp í loft eins og áður sagði, kælipoka á honum, grenjandi af sársauka (djísús hvað ég þoli ekki að vera ófrískur þegar svona kemur fyrir, maður er gjörsamlega berskjaldaður fyrir þessum helv.#$%#$% hormónum sem þó eru yfirleitt ekki vandamál, nema ef eitthvað er að) og bryðjandi panódíl til að reyna að minnka sársaukann (mæli ekki með því, panódíl virkar ekki rassgat).
En það er allavega eitt á hreinu, nú hvorki get ég, né vil, reyna að halda áfram með þessa íslensku þrjósku mína. Það er bara mikill snjór og mikil hálka og við getum líka slasað okkur, þó svo allir Danir segi að ég sé Íslendingur og eigi að vera viðbúin svona löguðu og blablabla. Á Íslandi kunnum við líka að MOKA götur og göngustíga þegar byrjar að snjóa!!!!!!!!!!!!
Ég vonast þó til að bólgan og veðurofsinn minnki um helgina svo ég komist sem fyrst í myndatöku og geti gengið frá því að þetta er bara slæm tognun og aumingjaskapur í mér að bíta ekki bara á jaxlinn og stíga í fótinn.

Kveðjur frá slösuðu grenjuskjóðunni í rúminu á Næssundvej 78.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Greyið mitt,
farðu nú vel með þig:)
Leyfðu Jóa að stjana í kring um þig og taktu því rólega.
Bestu kveðjur úr Nýju Jórvík
Ólöf

Sveinbjorg sagði...

Arg hvað þú ert óheppin kona. Vonandi batnar fóturinn þinn fljótt.
kveðja frá Stokkhólmi

Nafnlaus sagði...

Veistu, ég efast um að þú hefðir komist inn í bygginguna þína þó þú hefðir komist alla leið niðureftir.

Snjórinn nær næstum yfir húsið, svo hár er hann að sonurinn hefur verið að klifra þar upp og upp á þak!

Það hefur ekki verð mokað mikið hérna við skólann og snjóinn hefur skafið upp við allar byggingar.

Gangi þér betur næst!

kv. Dísa

Unnur Stella sagði...

Vá, Dísa, þannig það er kannski eins gott að ég komst aldrei á leiðarenda, hefði orðið að labba aftur heim :o)

Annars er það sama hérna upp frá, þeir feðgar eru búnir að búa til snjóhús á veröndinni okkar að framan, sem þeir komast báðir inn í í einu.

Nafnlaus sagði...

úff, ég er nú sammála því að panódil virkar nákvæmlega ekki neitt (kannski á vægan hausverk en ef eitthvað annað er í gangi hefur það ekkert að segja).

En jæja, ég var með furðulega tannpínu í marga mánuði sem tveir tannlæknar (þar af annar kálkasérfræðingur) fundu ekkert út úr (Nb. nú er búið að rótfylla blessuðu tönnina og allur verkur horfinn) og ég tók Voltaren (svipað og panódil) og íbúfen og var alveg í hámarksskammti og það dugði engan veginn endaði með að fá uppáskrifaðan stærri skammt af íbúfeni en það dugði samt líka skammt :( Ég vaknaði nefnilega alltaf á næturnar út af þessari blessuðu tannpínu þrátt fyrir alla þess lyfjasúpu.
Úff, ég finn bara til með þér að mega bara taka panódil
:(

Vonandi kemstu samt í myndatöku sem fyrst og það hlýtur að vera eitthvað sem þú megir taka við þessu?

Úff, gangi þér vel og vonandi batnar þér sem fyrst í fætinum.

Kv. Andrea.