19 nóvember 2006

Lammekød og Ora bønner

Yessssssir.....íslenskt lambakjöt, sykurbrúnaðar kartöfflur, rauðkál og grænar ORA baunir klikkar aldrei.
Fengum gluggagægjina okkar á móti í mat og hámuðum í okkur íslenskt góðgæti ;o)
Rosa gaman, enda hefur ekki verið mikill tími frá skólanum og fjölskyldunni til að gera eitt né neitt saman, þó það séu ekki nema u.þ.b. 10 skref á milli okkar. Krakkarnir voru líka rosalega ánægð að hittast og leika, þó svo að litli skriðdrekinn minn hafi einstaka sinnum gengið aðeins of nærri vinkonu sinni og fengið að fara tvisvar í skammakrókinn. Hann var þó heilmikill herramaður í endann og bæði kyssti hana Rakel sína á munninn, tók í hendina og knúsaði bless.

Annars var ég að fá mjög skemmtilegt email þess efnis að abstractið fyrir ritgerðina okkar hefur verið samþykkt og eigum við að skila rgreininni 27. janúar næstkomandi. Þannig að það er heilmikil vinna framundan í þeim málefnum.

--------
On behalf of the IPST Conference 2007, I am pleased to inform you that your paper abstract, titled

Advantages in using Kalman phasor estimation in numerical differential protective relaying compared to the Fourier estimation methods
Paper ID number: 63
has been accepted.
--------

Ef þið eruð spennt og forvitin þá er þetta ráðstefnan sem við sendum greinina okkar á: IPST 2007. Annars var ég víst alltaf búin að gleyma að lofa ykkur að sjá heimasíðuna þar sem viðtölin við okkur Per eru birt. Unnur Stella og Per. Myndin af mér er reyndar hræðileg, en þið verðið bara að horfa framhjá því ;o)

Well annars er bara nóg að gera í skólanum. Aðeins betra veður hérna en heima, enginn snjór, en sól og 6 stiga hiti í dag (var 10 stiga hiti í gær). Ég nýt veðursins hinsvegar ekki þar sem ég eyði öllum mínum tíma við skrifborð annaðhvort hérna heima eða niðri í skóla. Og einmitt af því tilefni ætla ég nú að leggjast undir feld ásamt fartölvunni og skrifa nokkrar línur um parameterestimation og samantekt á teoríu fyrir stýringu á synchronous rafal :o)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk kærlega fyrir okkur, þetta var rigtig godt eins og frændur okkar segja ;)

Lara Gudrun sagði...

ertu ekki örugglega ennþá á lífi stelpa.... ekki búin að skrifa síðan 19 nóv...