Fór í bíó í gær með nokkrum félögum, nánar tiltekið Louise, Uffe og Per. Við ákváðum að sjá þá stórskemmtilegu og margumtöluðu Borat. Ekkert smá frábær, gerir 10.000 sinnum meira grín að Bandaríkjunum en Kazakstan. Vá hvað sumir Bandaríkjamenn eru skrýtnir og segja furðulega hluti þegar þeir halda að enginn sjái til. Einn mælir sérstaklega með ákveðinni byssu til að skjóta gyðinga og annar mælir sérstaklega með bíl sem skemmist minnst þegar keyrt er á hóp sígauna. New York búar flýja í hrönnum og hóta morði og öllu illu, þegar verið er að reyna að heilsa þeim á kurteisan máta með koss á kinn og hvítir unglingsstrákar gráta það að ekki séu lengur þrælar í Bandaríkjunum. Allavega, þetta er sko MUST SE bíómynd, frábærlega gerð og flettir ofan af mörgu sem ekki ætti að fletta ofan af ;o)
Fórum eftirá til að fá okkur einn öllara þar sem jólabjórinn hóf inngöngu sína á föstudaginn. En þegar jólabjórinn kemur þá flippa allir Danir. Það er nefnilega þannig að allsstaðar er byrjað að selja hann á sama tíma, klukkan 20:00 síðasta föstudagskvöld var sá tímapunktur. Þá getur þú líka farið niður í Götu og fengið gefins jólabjór, eins og þú getur í þig látið, enda prófaði Jóhann það og gat ansi mikið í sig látið :o)
Við fórum á einn veitingastað á Boulevarden og fengum okkur öll sitthvora tegundina, fyrst voru notaðar næstum því 20 mínútur í að velja sér rétta bjórinn, svo var fyrsti sopinn tekinn með almennilegu skål. Þar á eftir var rökrætt í næstum heila klukkustund hvernig sopinn smakkaðist og hvað væri öðruvísi frá í fyrra, hvað mætti betur fara og hvað væri gott. Þessi bjórdrykkjuhefð Dana er alveg ofsalega skemmtileg. Við fengum okkur bara 1 glas og sátum og rökræddum mismunandi bjórtegundir og hvernig þær bragðast. Það er svo gaman að sitja í góðum hóp Dana og ræða þessi málefni, enda eru þeir algerir SNILLINGAR þegar kemur að bjórmálefnum :o)
well, fer til Tjele að mæla og leika mér á morgun. Ætla að prófa að tengja inn og út nokkur þéttavirki og einstakar spólur og sjá hvað gerist :o) Ef við gerum pínu vitleysu þá verða ansi margir Danir frekar reiðir við okkur, þar sem það getur endað í straumleysi alls Jótlands.......Wish me luck.
Nýjasta tíska í hattamenningunni, fyrirsætur: Gunnar Máni og Rakel rólóbörn
2 ummæli:
Jæja, ég nenni ekki að baula við margar færslur þar sem ég var að lesa upp nokkrar í einu. Ég barasta skil þetta ekki með tölvuna þína, hvernig gastu lifað af tölvulaus? Tölvan mín bilaði um daginn (móðurborðið eyðilagðist í rúmlega 1 árs gamalli tölvu!!!) og þegar ég var búin að vera tölvulaus í 10 daga (og gjörsamlega ómöguleg) þá tilkynnti HP mér að ég þyrfti að bíða í 2 vikur í viðbót, því þeir gleymdi að panta nýtt móðurborð. Mín lætur sko ekki segja sér neitt slíkt, las yfir þeim alveg kolbrjáluð og þegar það virkaði ekki þá var kippt í nokkra spotta og allt í einu þá gat ég náð í tölvudrusluna daginn eftir!!!! Halló, hvað er nú það???? Gátu þeir þá ekki reddað þessu strax í upphafi???
Allavega, mín var nett pirruð yfir þessu öllu saman og ég barasta skil ekki hvernig þú hefur getað lifað af tölvulaus svona lengi. Mastersverkefnið mitt var algjörlega í biðstöðu á meðan þannig að núna er allt brjálað að gera að ná upp tapaða tímanum. Anyways.... Það lítur út fyrir að það sé búið að vera gaman hjá þér í októberfest-um og í Þýskalandsferðinni. Ég er reyndar ekki búin að sjá Borat, en ég mæli með að þið sjáið Mýrina þegar (ef?) hún verður sýnd í Danmörku. Reyndar er byrjunaratriðið átakanlegt og myndin er dálítið öðruvísi uppbyggð heldur en bókin, sem er bara mjög vel heppnað.
Allavega, varð ég ekki fyrir vonbrigðum.
Jæja,núna er ég búin að kommenta og vonandi heyri ég eitthvað frá þér.
Kv. Andrea.
Já það er ómögulegt að vera tölvulaus, en sem betur fer búum við Jóhann svo vel að eiga þrjár tölvur, þ.e. eina borðtölvu og 2 fartölvur. Svo Jóhann fékk að hýrast tölvulaus í skólanum og ég hafði tölvuna hans. Ég hefði aldrei í lífinu getað verið algerlega tölvulaus, omygod nei. Við erum búin að skrifa næstum 200 blaðsíður á þessum tíma og vinna enn meira í matlab og fleiru. Næsta mynd á dagskrá hérna er James Bond (held ekki að Mýrin verði sýnd hér, allavega ekki á næstunni). Við Jóhann ætlum meira að segja að finna okkur barnapíu og fara saman í bíó, hlakka mikið til
Skrifa ummæli