14 nóvember 2006

Það á ekki af manni að ganga

Já það er rétt sem þið tókuð eftir,
heimurinn skalf allur í eftirmiðdaginn í dag og átti það upptök sín hérna í Álaborg. Ég var búin að vara ykkur við að ég gæti ekkert að þessu gert, en nú er enn einu sinni JÁ ENN EINU SINNI tölvan mín biluð. Það einasta eina sem ekki var búið að skipta um, skjárinn er bilaður. Hvernig veit ég það, jú hún kveikir á sér og það kemur hljóð og ef ég tengi hana við skjáinn af heimatölvunni þá get ég sko alveg unnið fínt á henni, ég þarf bara að horfa á heimaskjáinn en ekki fartölvuskjáinn. Sjáið þið mig ekki fyrir ykkur hjólandi í skólann með tölvutöskuna á bakinu, Gunnar Mána í stólnum og 17" (ekki flatskjá) skjáinn í körfu framan á hjólinu. Frábær lausn á fartölvuveseni.

þið skuluð ALDREI ég segi ALDREI kaupa nokkra einustu vöru sem hefur merkið Acer. Rándýrt drasl sem ekkert getur.

ARG, ég er svo reið og pirruð núna að mér væri skapi næst að fara upp í næstu flugvél til Íslands og banka upp á hjá framkvæmdarstjóra Svars. Veit ekki einu sinni hvað ég á að skrifa hérna ég er svo brjáluð.

Vonandi verður nýr og betri dagur þegar ég vakna á morgun.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já þú verkfræðingurinn ættir nú að vita það að IBM er það eina sem virkar.. GO ThinkPad!

Unnur Stella sagði...

Já það er rétt að IBM var það besta á sínum tíma, en eftir að IBM flutti tölvuframleiðslu og hönnun til Lonovo og hætti sjálft að framleiða venjulegar ThinkPad tölvur þá er ekki lengur hægt að treysta á að þeir séu með það besta. Hefði alveg viljað eiga almennilega nýja ThinkPad, bara ef hún væri enn framleidd með sama sniði og áður.

Nafnlaus sagði...

Sko svo ég blandi mér í þessa tölvuumræðu aðeins, þá getur maður verið rosalega óheppin með tölvu sama hvað hún heitir. T.d. með Acer, það eru sömu framleiðendur og hanna Dell. Acer er bara lítillega ódýrari útgáfa. Skv. einhverjum lista yfir bilanir og gæði á tölvunum var Acer mjög ofarlega á lista. Frænka mín átti t.d HP tölvu og lenti í öllum þessum pakka sem þú Unnur ert að lenda í og núna á hún Acer (þriðja tegundin af ferðavél) og hefur aldrei verið sáttari hehehe.

Nafnlaus sagði...

með ofarlega á lista meinti ég að þeir væru með lága bilanatíðni.

Nafnlaus sagði...

Ég trúi sko vel að þú sért pirruð, ég myndi bilast. Ég er með nýja Dell hérna og það eina sem ég hef út á að setja er að þeir fylltu hana af alls konar dralsi. Fullt af hugbúnaði sem að eru svona trial útgáfur og annað sem að ég get keypt. Byrjaði að henda þessu manually út og það er svo mikið eftir að ég ætla bara að setja hana upp aftur. Hún er of full af drasli.