15 nóvember 2006

Loksins komin lausn

Jæja, þrátt fyrir allt þetta vesen með tölvuna og hversu mikið gölluð og drasl hún er þá verð ég nú að hrósa pínulítið honum Rúnari hjá Svar tækni. Í dag bauð hann mér nefnilega nýja tölvu meðan verið er að vinna í tölvunni minni og skoða hvað gera þurfi. Þeir ætluðu að senda mér nýja tölvu með DHL í dag (kostar milli 25 og 30 þús samkvæmt verðskrá DHL)og á hún að koma til mín á morgun, eða snemma á föstudag. Ég sendi svo mína tölvu bara með venjulegum pósti til þeirra og þeir ætla að kíkja rækilega á hana og reyna að komast að niðurstöðu um hvað eigi að gera. Hvort þeir eigi að senda hana til Acer, sem gallaða tölvu og láta mig fá nýja, eða hvort þeir telji sig geta gert við hana í eitt skipti fyrir öll. Allavega þá verð ég ekki tölvulaus og fæ meira að segja lánstölvu sem er öflugri en sú sem ég á sjálf.....ekki slæmt það ;o)

Svo þó svo að ég kaupi aldrei Acer aftur, þá hugsa ég að ég væri alveg til í að versla við Svar, ef þeir seldu annað merki en Acer.

En svona að gamni fyrir Simpsons fíkla eins og mig, þá er Simpsons the movie væntanleg 27 júlí á næsta ári og mæli ég EINSTAKLEGA mikið með að þið skoðið þennan link: Simpsons the movie Enjoy

Engin ummæli: